Jafnlaunafrumvarp gæti orðið óþarft ef samkomulag næst Sveinn Arnarsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Jöfn laun kvenna og karla hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar lengi. vísir/daníel Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira