Landsréttur mun létta álagið á Hæstarétti til mikilla muna Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Álag á Hæstarétt eru rök fyrir að setja á fót millidómstig. vísir/gva Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira