Menntamálastofnun segir misskilnings gæta í umræðunni um samræmd próf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2017 14:19 Samræmd próf fóru fram í 9. og 10. bekk í byrjun mánaðarins. vísir/getty Menntamálastofnun segir misskilnings gæta í umræðunni undanfarið um samræmd próf. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en þar segir að því hafi verið haldið fram að prófin hafi nú aukið vægi við innritun í framhaldsskóla. Misskilningurinn snúi að því þar sem „einungis tveir framhaldsskólar, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík, hafa sett það í inntökureglur sínar að þeir muni líta til einkunna á samræmdum könnunarprófum í þeim tilvikum þar sem erfitt reynist að velja á milli sambærilegra umsókna. Eftir sem áður gildir sú regla við innritun í alla framhaldsskóla að einkunnir sem grunnskóli gefur í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði liggja til grundvallar inntöku,“ að því er segir í frétt Menntamálastofnunar. Í desember síðastliðnum var hins vegar reglugerð um innritun í framhaldsskóla breytt og fólst breytingin í því að nú er tiltekið þar að skólum er heimilt að skoða viðbótargögn: „„Í þeim tilvikum þegar velja þarf úr stórum hópi umsækjanda er framhaldsskóla einnig heimilt að taka mið af viðbótargögnum sem nemandi kýs að senda með umsókn sinni, eins og staðfestar upplýsingar um þátttöku og árangur í félagsstarfi, öðru námi, keppnum af ýmsu tagi, svo sem íþróttum, listum, tungumálum og raungreinum og niðurstöður sam¬ræmdra könnunarprófa.“ Menntamálastofnun áréttar svo að breytingin hafi ekki áhrif á vægi skólaeinkunna úr grunnskóla. „Þær eru enn það sem fyrst og fremst hefur áhrif á það hvort nemendur komast inn eða ekki. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa eru einungis hluti af öðrum gögnum sem heimilt er að líta til þegar velja þarf úr stórum hópi nemenda. Framhaldsskólar bera ábyrgð á innritun og þ.m.t. inntökuskilyrðum sem ávallt eru miðuð við það nám sem nemendur eru að sækja um. Inntökuskilyrði geta verið misjöfn eftir skólum og námsbrautum. Undanfarin ár hafa nokkrir skólar fengið margar umsóknir umfram laus pláss og því hafa þeir þurft að velja úr umsóknum. Það er misjafnt eftir skólum hvernig þeir afgreiða umsóknir þegar mjótt er á milli skólaeinkunna umsækjenda. Eins og áður segir eru það einungis tveir skólar sem taka mið af einkunnum á samræmdum könnunarprófum og þá í þeim tilvikum þegar gera þarf upp á milli nemenda sem standa jafnt eftir mat á skólaeinkunnum. Samkvæmt athugun Menntamálastofnunar má ætla að þessi staða komi upp hjá 5-15 nemendum á ári í þessum tveimur skólum. Hafa ber í huga að innritun í framhaldsskóla hefur gengið vel undanfarin ár og hafa 99% nemenda fengið skólavist í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir sóttu um. Öllum umsækjendum yngri en átján ára er tryggð skólavist,“ segir á vef Menntamálastofnunar. Samræmd próf fóru fram í 9. og 10. bekk grunnskóla í byrjun mánaðarins og hafa sætt mikilli gagnrýni bæði nemenda og kennara. Tengdar fréttir Gagnrýna samræmdu prófin: „Áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám“ Trúnaðarmenn í grunnskólum Reykjavíkur sendu frá sér yfirlýsingu eftir fund þeirra í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum varðandi innihald og tilgang samræmdra sem haldin voru í byrjun þessa mánaðar. 15. mars 2017 18:39 Um samræmt íslenskupróf í 9. bekk 8. mars 2017 09:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Menntamálastofnun segir misskilnings gæta í umræðunni undanfarið um samræmd próf. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en þar segir að því hafi verið haldið fram að prófin hafi nú aukið vægi við innritun í framhaldsskóla. Misskilningurinn snúi að því þar sem „einungis tveir framhaldsskólar, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík, hafa sett það í inntökureglur sínar að þeir muni líta til einkunna á samræmdum könnunarprófum í þeim tilvikum þar sem erfitt reynist að velja á milli sambærilegra umsókna. Eftir sem áður gildir sú regla við innritun í alla framhaldsskóla að einkunnir sem grunnskóli gefur í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði liggja til grundvallar inntöku,“ að því er segir í frétt Menntamálastofnunar. Í desember síðastliðnum var hins vegar reglugerð um innritun í framhaldsskóla breytt og fólst breytingin í því að nú er tiltekið þar að skólum er heimilt að skoða viðbótargögn: „„Í þeim tilvikum þegar velja þarf úr stórum hópi umsækjanda er framhaldsskóla einnig heimilt að taka mið af viðbótargögnum sem nemandi kýs að senda með umsókn sinni, eins og staðfestar upplýsingar um þátttöku og árangur í félagsstarfi, öðru námi, keppnum af ýmsu tagi, svo sem íþróttum, listum, tungumálum og raungreinum og niðurstöður sam¬ræmdra könnunarprófa.“ Menntamálastofnun áréttar svo að breytingin hafi ekki áhrif á vægi skólaeinkunna úr grunnskóla. „Þær eru enn það sem fyrst og fremst hefur áhrif á það hvort nemendur komast inn eða ekki. Niðurstöður samræmdra könnunarprófa eru einungis hluti af öðrum gögnum sem heimilt er að líta til þegar velja þarf úr stórum hópi nemenda. Framhaldsskólar bera ábyrgð á innritun og þ.m.t. inntökuskilyrðum sem ávallt eru miðuð við það nám sem nemendur eru að sækja um. Inntökuskilyrði geta verið misjöfn eftir skólum og námsbrautum. Undanfarin ár hafa nokkrir skólar fengið margar umsóknir umfram laus pláss og því hafa þeir þurft að velja úr umsóknum. Það er misjafnt eftir skólum hvernig þeir afgreiða umsóknir þegar mjótt er á milli skólaeinkunna umsækjenda. Eins og áður segir eru það einungis tveir skólar sem taka mið af einkunnum á samræmdum könnunarprófum og þá í þeim tilvikum þegar gera þarf upp á milli nemenda sem standa jafnt eftir mat á skólaeinkunnum. Samkvæmt athugun Menntamálastofnunar má ætla að þessi staða komi upp hjá 5-15 nemendum á ári í þessum tveimur skólum. Hafa ber í huga að innritun í framhaldsskóla hefur gengið vel undanfarin ár og hafa 99% nemenda fengið skólavist í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir sóttu um. Öllum umsækjendum yngri en átján ára er tryggð skólavist,“ segir á vef Menntamálastofnunar. Samræmd próf fóru fram í 9. og 10. bekk grunnskóla í byrjun mánaðarins og hafa sætt mikilli gagnrýni bæði nemenda og kennara.
Tengdar fréttir Gagnrýna samræmdu prófin: „Áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám“ Trúnaðarmenn í grunnskólum Reykjavíkur sendu frá sér yfirlýsingu eftir fund þeirra í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum varðandi innihald og tilgang samræmdra sem haldin voru í byrjun þessa mánaðar. 15. mars 2017 18:39 Um samræmt íslenskupróf í 9. bekk 8. mars 2017 09:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Gagnrýna samræmdu prófin: „Áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám“ Trúnaðarmenn í grunnskólum Reykjavíkur sendu frá sér yfirlýsingu eftir fund þeirra í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum varðandi innihald og tilgang samræmdra sem haldin voru í byrjun þessa mánaðar. 15. mars 2017 18:39