Byrjað verður að steypa upp byggingar í holunni við Hörpu innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2017 19:00 Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson. Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson.
Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira