Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2017 13:42 „Það eru sannarlega blikur á lofti,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mikið áhyggjuefni að styrking krónunnar sé að verða til þess að ferðamenn séu farnir að afbóka ferðir til Íslands. Þungt hljóð sé í mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum vegna óstöðugleika og hætta á að þau flytji úr landi með sína starfsemi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því um helmingur þeirra ferða sem ferðaheildsala í Noregi hefur bókað til Íslands í sumar hefur verið afbókaður. Ástæðan er einföld – Ísland er of dýrt. Eigandi fyrirtækisins óttast að þetta sé aðeins byrjunin og segir að meiri áhersla verði nú lögð á aðra áfangastaði í Skandinavíu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir„Það eru sannarlega blikur á lofti, það er í það minnsta mjög þungt hljóð í mörgum, sérstaklega erlendum ferðaþjónustuheildsölum og einkum þeim sem eru að vinna á viðkvæmum mörkuðum eins og Asíu og Mið-Evrópu. Eitthvað hefur verið að berast af afbókunum en ég átta mig ekki alveg á umfangi þess í stóra samhenginu. Eins og staðan er í dag en sannarlega eru blikur á lofti. Eitt er sterk staða íslensku krónunnar eins og hún er í dag. Hitt er gengisþróunin og þessar miklu sveiflur sem hafa orðið í þróun gengisins síðustu misseri.“ Helga benti á að slíkur óstöðugleiki geri ferðaþjónustunni gríðarlega erfitt fyrir hvað varðar bókanir fram í tímann. „Það er sannarlega þungt hljóð í ferðaheildsölunum, við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður til framtíðar litið. Það væri gott ef það væri ein einföld lausn en við höfum talað fyrir því að það sé með afdrifaríkari hætti gengið í að lækka stýrivextina og aðra þætti. Það er engin ein einföld lausn, hins vegar er auðvitað afskaplega mikilvægt að ná ákveðnum stöðugleika, jafnvægis gengis, fyrir útflutningsgreinarnar. Ef það er ekki jafnvægi og þessar ofboðslega miklu sveiflur er einfaldlega hætta á að fyrirtæki ferðaþjónustunni eins og í öðrum útflutningsgreinum, flytji hreinlega úr landi,“ sagði Helga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54