Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2017 23:35 Það er uggur í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna nýrra eigenda Arion banka. Vísir/Eyþór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skýtur á ríkisstjórn Íslands vegna frétta þess efnis að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion Banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. „Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York,“ segir Sigmundur Davíð á Facebook um þessar fréttir. Hann spyr sig hvort þessi sala muni renna í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi. „Sumum hefur þótt það merki um „paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi,“ skrifar Sigmundur sem deilir tilkynningu af vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem sagt er frá því að Och-Ziff Capital Management hafi játað sök í máli tengdu mútum í Afríku.Och-Ziff Capital Management Group er einn af þessum þremur alþjóðlegu fjárfestingarsjóðum sem keyptu hlut í Arion banka en Och-Ziff á 6,6 prósent í gegnum Sculptor Investments s.a.r.l. Greint var frá þessari niðurstöðu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í september síðastliðnum en þar kom fram að Och-Ziff, sem staðsett er í New York, hafi gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, ásamt dótturfélagi sínu, OZ Africa. Voru fyrirtækin til rannsóknar vegna áforma um að múta opinberum starfsmönnum í Kongó og Líbíu. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Oxh-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku. Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, skýtur á ríkisstjórn Íslands vegna frétta þess efnis að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion Banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. „Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York,“ segir Sigmundur Davíð á Facebook um þessar fréttir. Hann spyr sig hvort þessi sala muni renna í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi. „Sumum hefur þótt það merki um „paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi,“ skrifar Sigmundur sem deilir tilkynningu af vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem sagt er frá því að Och-Ziff Capital Management hafi játað sök í máli tengdu mútum í Afríku.Och-Ziff Capital Management Group er einn af þessum þremur alþjóðlegu fjárfestingarsjóðum sem keyptu hlut í Arion banka en Och-Ziff á 6,6 prósent í gegnum Sculptor Investments s.a.r.l. Greint var frá þessari niðurstöðu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í september síðastliðnum en þar kom fram að Och-Ziff, sem staðsett er í New York, hafi gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, ásamt dótturfélagi sínu, OZ Africa. Voru fyrirtækin til rannsóknar vegna áforma um að múta opinberum starfsmönnum í Kongó og Líbíu. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Oxh-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.
Tengdar fréttir Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu. 19. mars 2017 20:20