Innlent

Nokkrir öflugir skjálftar í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu en engin merki eru um gosóróa á svæðinu nú.
Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu en engin merki eru um gosóróa á svæðinu nú. Vísir/Egill Aðalsteinsson.

„Já, það var smá hrina í morgun með nokkrum öflugum skjálftum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi.

Í morgun urðu fimm skjálftar í Bárðarbungu sem mældust stærri en þrír, sá stærsti var að stærð 4,1 og varð rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Bryndís segir að engin merki séu um gosóróa á svæðinu. Nokkuð hefur verið um svona hrinur í Bárðarbungu eftir að gosinu í henni lauk í upphafi árs 2015 og segir Bryndís að seinasta hrina hafi til að mynda verið um mánaðamótin janúar/febrúar.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni á vef Veðurstofu Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.