Hinrik fór í 26 sundlaugar á einum mánuði og þessar stóðu upp úr Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2017 14:30 Hinrik er orðinn nokkuð kunnugur laugunum. „Þá er febrúarmánuði lokið. Markmiðið í febrúar var að dýfa sér ofan í allar almenningssundlaugar í póstnúmerum 101 til 310,“ segir Mosfellingurinn Hinrik Wöhler sem skellti sér í 26 sundlaugar í febrúar. „Það er höfuðborgarsvæðið, Suðurnesið, Akranes, Borgarnes og Hvalfjarðarsveit. Sundlaugarnar voru 26 talsins. Fékk góða gesti með mér í laugarnar og þakka þeim innilega fyrir félagsskapinn. Það er eitthvað við það að tala við fólk í pottinum, það er opnara og engin raftæki til að trufla samræður. Hugsanlega er það líka klórinn og að vera í sundskýlunni einum fata sem gerir það að verkum að manneskjan gefur meira af sér en ella.“ Hinrik segist hafa sterkar skoðanir á almenningssundlaugum og skrifaði hann því eftirfarandi umsögn um laugarnar á Facebook:Afþreying: Garður. Frábært körfuboltaspjald, gott í stinger.Ambiance: Klébergslaugin. Friðsæl og góð ára á Kjalarnesi.Eimbaðið: Kópavogslaug. Stórt rými og hitastig sem sæmir heimsklassa vatnsgufu.Fjárfesting: Álftaneslaug. Öldulaugin mun skila sér margfalt út í hagkerfið.Hagkvæmasta laugin: Heiðarborg í Hvalfirði. Verð er 0 kr.Hönnun: Árbæjarlaugin. Getur synt úr innilaug í útilaug, major key.Inniklefinn: Saunuklefinn í Njarðvík. Algjört leyni.Ísbaðið: Grindavík. Góð dýpt á ísbaðinu og nálægð við aðra potta.Líkamsræktaraðstaða: Sundhöll RVK. Bekkpressa á sundlaugarbakkanum, engin samkeppni þar.Ofmat: Laugardalslaugin. Margt um manninn og langt milli potta.Potturinn: Bjarnalaugin. Heiti potturinn. Saunan: Lágafellslaug. Náttúruhljóðin er kostur. Mjög hrifinn af Amazon froskinum.Sundlaugarvörður: Sundhöll HFJ. Jói baðvörður er eldri en tvívetra í geiranum.Útiklefinn: Seltjarnarnes. Stór plús að hafa hitara.Þeytivindan: Varmárlaugin. Max 3 sek og þú ert með þurra skýlu.Þjónustan: Vogar. Gott viðmót og fríar sundnúðlur til að fljóta.Þegar horft er til allra þátta eru þessar þrjár laugar í persónulegu uppáhaldi:Varmárlaug 16/17 Sundlaugin í Grindavík 15,5/17 Sundlaugin á Vogum 14,5/17 Sömuleiðis tel ég eftirfarandi þrjár laugar verma botninn: Sundlaugin í Heiðarborg, Hvalfjarðarsveit 3/17 Laugardalslaugin 5/17 Jaðarsbakkalaug, Akranes (framkvæmdir í gangi). 5,5/17 Sundlaugar Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
„Þá er febrúarmánuði lokið. Markmiðið í febrúar var að dýfa sér ofan í allar almenningssundlaugar í póstnúmerum 101 til 310,“ segir Mosfellingurinn Hinrik Wöhler sem skellti sér í 26 sundlaugar í febrúar. „Það er höfuðborgarsvæðið, Suðurnesið, Akranes, Borgarnes og Hvalfjarðarsveit. Sundlaugarnar voru 26 talsins. Fékk góða gesti með mér í laugarnar og þakka þeim innilega fyrir félagsskapinn. Það er eitthvað við það að tala við fólk í pottinum, það er opnara og engin raftæki til að trufla samræður. Hugsanlega er það líka klórinn og að vera í sundskýlunni einum fata sem gerir það að verkum að manneskjan gefur meira af sér en ella.“ Hinrik segist hafa sterkar skoðanir á almenningssundlaugum og skrifaði hann því eftirfarandi umsögn um laugarnar á Facebook:Afþreying: Garður. Frábært körfuboltaspjald, gott í stinger.Ambiance: Klébergslaugin. Friðsæl og góð ára á Kjalarnesi.Eimbaðið: Kópavogslaug. Stórt rými og hitastig sem sæmir heimsklassa vatnsgufu.Fjárfesting: Álftaneslaug. Öldulaugin mun skila sér margfalt út í hagkerfið.Hagkvæmasta laugin: Heiðarborg í Hvalfirði. Verð er 0 kr.Hönnun: Árbæjarlaugin. Getur synt úr innilaug í útilaug, major key.Inniklefinn: Saunuklefinn í Njarðvík. Algjört leyni.Ísbaðið: Grindavík. Góð dýpt á ísbaðinu og nálægð við aðra potta.Líkamsræktaraðstaða: Sundhöll RVK. Bekkpressa á sundlaugarbakkanum, engin samkeppni þar.Ofmat: Laugardalslaugin. Margt um manninn og langt milli potta.Potturinn: Bjarnalaugin. Heiti potturinn. Saunan: Lágafellslaug. Náttúruhljóðin er kostur. Mjög hrifinn af Amazon froskinum.Sundlaugarvörður: Sundhöll HFJ. Jói baðvörður er eldri en tvívetra í geiranum.Útiklefinn: Seltjarnarnes. Stór plús að hafa hitara.Þeytivindan: Varmárlaugin. Max 3 sek og þú ert með þurra skýlu.Þjónustan: Vogar. Gott viðmót og fríar sundnúðlur til að fljóta.Þegar horft er til allra þátta eru þessar þrjár laugar í persónulegu uppáhaldi:Varmárlaug 16/17 Sundlaugin í Grindavík 15,5/17 Sundlaugin á Vogum 14,5/17 Sömuleiðis tel ég eftirfarandi þrjár laugar verma botninn: Sundlaugin í Heiðarborg, Hvalfjarðarsveit 3/17 Laugardalslaugin 5/17 Jaðarsbakkalaug, Akranes (framkvæmdir í gangi). 5,5/17
Sundlaugar Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira