Kom forsætisráðherra á óvart að breytingar á skipan Stjórnarráðsins kosta tæpan hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 10:58 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn. Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, út í kostnað við breytingar á skipan Stjórnarráðsins en ríkisstjórnin ákvað að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneyti, annars vegar dómsmálaráðuneyti og hins vegar ráðuneyti samgöngu-og sveitarstjórnarmála. Þingmaðurinn benti á að í fyrstu umræðu um þingsályktunartillögu forsætisráðherra vegna breytinga hafi komið fram að ekkert kostnaðarmat hefði farið fram á því hvað þær myndu kosta. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd og upplýsti Svandís að nefndin hefði fengið þær upplýsingar að breytingarnar muni kosta um 120 milljónir á ársgrundvelli eða tæpan hálfan milljarð á kjörtímabilinu. Svandís spurði Bjarna hvort að þessi tala kæmi honum óþægilega á óvart eins og henni og svaraði Bjarni því til þegar hann kom í pontu að hún gerði það. „Það er sjálfsagt að segja frá því að þessi tala kemur mér á óvart og mér finnst hún ekki koma til greina. Mér finnst hún ekki koma til greina því það er ekki verið að bæta við nýjum ráðherra, nýjum bílstjóra, nýjum ritara og ekki nýju húsnæði heldur er eingöngu verið að tala um aðskilnað ráðuneyta. [...] Mér finnst ekki koma til greina að það sé lagt upp með þennan kostnað af hálfu ráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Hann bætti því við að honum þætti ekki koma til greina að halda áfram með málið á þessum forsendum og að það þyrfti að hugsa betur. Bjarni kvaðst þó gera sér grein fyrir því að breytingarnar myndu kosta einhver störf, til að mynda þyrfti að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra. „En ég geri þá kröfu til Stjórnarráðsins að menn leiti leiða til að sparnaðar og grípi ekki tækifærin til að bæta við sig.“ Svandís þakkaði ráðherranum fyrir skýr svör en spurði ráðherra hvort hann teldi enn rétt að skipta innanríkisráðuneytinu upp í tvö ráðuneytinu. Bjarni svaraði því til að hann teldi það enn vera rétt að koma á sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og hins vegar ráðuneyti samgönu-og sveitarstjórnmála. „Það verður hins vegar ekki af því ef innanríkisráðuneytið getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun en þá sem er raunhæfari en þessi sem nefndinni hefur borist. [...] Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaður er yfir 100 milljónir bara við uppskiptinguna,“ sagði Bjarni en bætti því við að hann væri sannfærður um að hægt væri að lækka kostnaðinn.
Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira