Fjármálaráðuneytið: Þróun launakjara þingmanna „mjög áþekk launaþróun annarra hópa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:49 Kjararáð hækkaði laun þingmanna í október í fyrra en fyrir stuttu lækkaði forsætisnefnd starfstengdar greiðslur þingmanna. vísir/Anton Brink Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun. Alþingi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Þróun launakjara þingmanna eftir að kjararáð hækkaði laun þeirra í október í fyrra og eftir að forsætisnefnd ákvað að lækka starfstengdar greiðslur til þeirra er „mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði.“ Þetta segir í frétt á vef fjármála-og efnahagsráðuneytisins en Hagstofa Íslands tók saman upplýsingar um þróun launakjara þingmanna frá árinu 2006 að beiðni ráðuneytisins. „Í samantekt Hagstofunnar er ekki að finna upplýsingar um áhrif ákvörðunar forsætisnefndar Alþingis um að lækka tilteknar greiðslur til þingmanna, enda koma þær til framkvæmdar vegna launa í febrúar. Hefur ráðuneytið bætt þeim upplýsingum við þær upplýsingar sem Hagstofan hefur tekið saman, þannig að fá megi heildaryfirlit yfir þróun launakjara þingmanna. Helsta niðurstaðan er að launaþróun þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar á starfstengdum kostnaði er svipuð og hjá öðrum hópum á vinnumarkaði, borið saman við árið 2006,“ segir á vef ráðuneytisins. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á heildarlaunum þingmanna við þróun launavísitölu annarra hópa á vinnumarkaði. „Eins og fram kemur á grafinu er þróun heildarlaunakjara þingmanna eftir lækkun forsætisnefndar við lok tímabilsins mjög áþekk launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Á mynd 2 er sama launaþróunin sýnd með einfaldari hætti og launaþróunin með lækkun forsætisnefndar sýnd eins og ef hún hefði tekið gildi í nóvember 2016. Launaþróun alþingismanna frá nóvember 2006 og til loka tímabilsins er nær alveg sú sama og þróun launavísitölu,“ segir í frétt ráðuneytisins. Þá segir þar jafnframt: „Við mat á launaþróun verður að hafa í huga að heildarlaun ýmissa hópa geta hafa þróast með öðrum hætti en launavísitala. Þetta gildir t.d. um hópa sem unnu minni yfirvinnu eftir hrun en þeir höfðu áður unnið. Í þessu sambandi má benda á að launaþróun alþingismanna frá árinu 2006 og fram að síðustu ákvörðun kjararáðs var mun lakari en launaþróun annarra hópa á vinnumarkaði. Heildarlaun þingmanns sem setið hefur á þingi allt tímabilið eru því mun lægri en ef þau hefðu fylgt þróun launavísitölu.“Uppfært klukkan 14:12Texti lítillega lagaður eftir breytingu á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þar sem orðinu heildarlaun var skipt út fyrir orðið launaþróun.
Alþingi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira