Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 13:43 Sigmundur Davíð taldi að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvu hans. visir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03