Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 13:43 Sigmundur Davíð taldi að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvu hans. visir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03