Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 13:43 Sigmundur Davíð taldi að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvu hans. visir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03