KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 17:31 Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki ánægður með ummæli Frosta um konur í tónlist. Vísir/Stefán/Ólöf/Stefán KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“ Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummælum útvarpsmannsins Frosta Logasonar um lag Hildar og konur í tónlist, er svarað. Félagið óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra í jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson, dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar. Þá hafa fjöldi tónlistarmanna og opinberra persóna, líkt og Páll Óskar og Helga Braga, svarað Frosta og hvatt Hildi áfram.Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Í yfirlýsingunni er ummælum Frosta svarað í sex liðum. Þar er Frosta meðal annars bent á að tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig sé félag karla í tónlist, enda karlar í miklum meirihluta. Þá er Frosta bent á að tal hans um aumingjavæðingu sé augljós tilraun til að þagga niður í konum og augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti. Þá er fullyrðingum Frosta um að pródúsering lags Hildar, hafi verið góð, enda unnin af karlinum Loga Pedro, svarað, en Logi Pedro svarar því jafnframt sjálfur á Facebook síðu sinni þar sem hann bendir á að hann og Hildur hafi unnið lagið saman.Þá er því hafnað í tilkynningunni að strákar séu betur til þess fallnir að spila á trommur vegna líffræði sinnar og bent á að líffræðilegur styrkur hefur ekkert að gera með hæfni trommuspilara. Þá er bent á að ummæli Frosta um að Björk sé sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist eru fráleit, þar sem Björk hefur sjálf tjáð sig á opinberum vettvangi um mismunun sem hún hefur orðið fyrir. Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, tjáir sig einnig um ummæli Frosta við stöðuuppfærslu KÍTÓN, þar sem hann segir ummæli Frosta vera ljót og vanhugsuð og bendir hann á að ef hvatningin er engin, fyrirmyndirnar enn færri, þá sé hann ekki hissa að stelpur velji sér sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri. „Ég vona heitt og innilega að þú, Frosti Logason sjáir þér líka fært um að kyngja bullinu um að konur séu "líffræðilega" vanhæfir trommarar. Þetta er einfaldlega ekki satt. Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass.“ Þá óskar Helga Braga Jónsdóttir, leikkona, Hildi til hamingju með að hafa fengið verðlaun fyrir lag sitt og hvetur hana til dáða. „Til hamingju með verðlaunin! Við verðum að sparka niður þessa karlrembumúra í tónlistarbransanum og grínbransanum ... don't get me started there! Karlrembuviðhorfin geta verið mjög lúmsk...eins og þoka og maður áttar sig ekki fyrr en maður kemur út úr henni. En klippan úr þessum þætti er meira svona steinaldar og stupid!“
Tengdar fréttir Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16