Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2017 19:30 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48
LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00