Lífið

Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hildur og Frosti Logason.
Hildur og Frosti Logason. Vísir/Stefán
Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun.

„Hef ekkert við Frosta að segja umfram pistilinn, nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng né gefa þeim himinháar hlustunartölur,“ segir Hildur á Twitter síðu sinni.

„Eina sem ég hefði áhuga á er ef hann hefði boðið mér afsökunarbeiðni í beinni útsendingu, þá hefði ég mætt.“

Sjá einnig: Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“

Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent. Mikið hefur verið fjallað um málið í íslenskum miðlum um helgina.

Frosti sagði til að mynda: „Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar.

Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Benti þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×