Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2017 15:04 Birgitta Jónsdóttir og Sigríður Á. Andersen. Vísir/Stefán/Eyþór Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga. Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga.
Alþingi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira