Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2017 18:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. vísir/ernir Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira