Samgönguráðherra segir slys á Reykjanesbraut kalla á tafarlausar aðgerðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. mars 2017 23:24 Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira