Létu sameiginlegan draum rætast Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. mars 2017 10:00 Sindri Snær og Jón Davíð hönnuðu og smíðuðu eigin verslun sjálfir og náðu í fyrstu sendinguna sjálfir niður á höfn. Mynd/Snorri Björnsson „Þetta er draumurinn okkar – við létum hann verða að veruleika,“ segir Sindri Snær Jensson en hann og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur og stofnendur tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Þeir félagarnir höfðu þekkst lengi og báðir unnið við tísku og verslun í mörg ár, en að eiga eigin búð hafði ávallt verið draumur þeirra beggja.Ástin á tísku og smásölu „Ég var búinn að vinna í tískubúðum síðan ég var 17 ára og sá það fljótlega að þetta var það sem mig langaði til að gera. Svo byrjaði Jón að vinna þar með mér – þetta var í Retro sem var í Smáralind. Við vorum auðvitað báðir – veit ekki hvort þetta er kannski ofsagt – ástfangnir af tísku en þetta fangaði huga okkar,“ segir Sindri. „Smásölu auðvitað líka,“ bætir Jón við. „Já, einmitt, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Sindri um að vinna í verslun, „þú ert að díla við fólk allan daginn, það getur í raun hver sem er komið inn um dyrnar og þú þarft að takast á við það. Þannig að ég sá það mjög fljótt að mig langaði til að eignast eigin búð einn daginn.“ Hugmyndin varð til árið 2013 þegar Jón var að keyra Sindra út á flugvöll eftir jólafrí. „Þá varð til þessi hugmynd um að opna fatabúð með „streetwear“. Við ræddum þetta hvern einasta dag eftir að hann fór út í gegn um Skype í klukkutíma, einn og hálfan tíma á dag – upp úr því ákváðum við að kýla á þetta og hófum undirbúningsvinnuna.“Úr kjallaranum hennar mömmu á Hverfisgötuna Í apríl árið eftir flytur Sindri heim og þá snýst allt um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Við erum þá með aðstöðu í kjallaranum heima hjá mömmu minni. Þar erum við með „stjórnherbergi“ þar sem við tökum heila tvo mánuði í að vinna viðskiptaáætlun.“ „Við lögðum allt það fé sem við áttum á þessum tíma í þetta, seldum vörur fyrirfram til vina og vandamanna fyrir þrjár milljónir og fengum síðan bankalán – sem við erum svo gott sem búnir að greiða.“ Það var að vonum stór stund þegar þeir fóru sjálfir og sóttu fyrstu sendinguna í verslunina. „Við vorum að missa okkur úr gleði. Ég átti ekki bíl en Jón Davíð átti lítinn Polo, sem hann á reyndar enn, og við fórum sex ferðir niður á Sundahöfn af því að við vildum ekki borga sendiferðabíl. Þeir hlógu svo mikið að okkur í Vöruhótelinu, einhverjir tveir gæjar að koma þarna margar, margar ferðir með pallettuna fyrir utan.“ Margir sperrtu þó eyrun þegar þeir heyrðu að verslunin yrði til húsa á Hverfisgötunni. „Það voru vinir okkar sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, „ætliði að selja einhverjar tuskur á Hverfisgötunni? Það er enginn að labba þarna, þetta er rónagata“.“Hvað er næst? Sindri og Jón hafa prófað sig áfram með ýmislegt, þar á meðal að gefa út tískutímarit og segjast vilja gera meira af því. Síðan vilja þeir opna vefverslun sína fyrir erlendar pantanir. „Svo er gaman að segja frá því þó að það sé á frumstigi að við höfum fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum sem hafa áhuga á að opna Húrra-búðir þar. Aðspurðir hvort standi til að framleiða eigin fatalínu segja þeir að það sé ákveðinn draumur sem þeir séu að skoða. „Við erum með stóra drauma og viljum gera hlutina vel.“ Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Þetta er draumurinn okkar – við létum hann verða að veruleika,“ segir Sindri Snær Jensson en hann og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur og stofnendur tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Þeir félagarnir höfðu þekkst lengi og báðir unnið við tísku og verslun í mörg ár, en að eiga eigin búð hafði ávallt verið draumur þeirra beggja.Ástin á tísku og smásölu „Ég var búinn að vinna í tískubúðum síðan ég var 17 ára og sá það fljótlega að þetta var það sem mig langaði til að gera. Svo byrjaði Jón að vinna þar með mér – þetta var í Retro sem var í Smáralind. Við vorum auðvitað báðir – veit ekki hvort þetta er kannski ofsagt – ástfangnir af tísku en þetta fangaði huga okkar,“ segir Sindri. „Smásölu auðvitað líka,“ bætir Jón við. „Já, einmitt, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Sindri um að vinna í verslun, „þú ert að díla við fólk allan daginn, það getur í raun hver sem er komið inn um dyrnar og þú þarft að takast á við það. Þannig að ég sá það mjög fljótt að mig langaði til að eignast eigin búð einn daginn.“ Hugmyndin varð til árið 2013 þegar Jón var að keyra Sindra út á flugvöll eftir jólafrí. „Þá varð til þessi hugmynd um að opna fatabúð með „streetwear“. Við ræddum þetta hvern einasta dag eftir að hann fór út í gegn um Skype í klukkutíma, einn og hálfan tíma á dag – upp úr því ákváðum við að kýla á þetta og hófum undirbúningsvinnuna.“Úr kjallaranum hennar mömmu á Hverfisgötuna Í apríl árið eftir flytur Sindri heim og þá snýst allt um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Við erum þá með aðstöðu í kjallaranum heima hjá mömmu minni. Þar erum við með „stjórnherbergi“ þar sem við tökum heila tvo mánuði í að vinna viðskiptaáætlun.“ „Við lögðum allt það fé sem við áttum á þessum tíma í þetta, seldum vörur fyrirfram til vina og vandamanna fyrir þrjár milljónir og fengum síðan bankalán – sem við erum svo gott sem búnir að greiða.“ Það var að vonum stór stund þegar þeir fóru sjálfir og sóttu fyrstu sendinguna í verslunina. „Við vorum að missa okkur úr gleði. Ég átti ekki bíl en Jón Davíð átti lítinn Polo, sem hann á reyndar enn, og við fórum sex ferðir niður á Sundahöfn af því að við vildum ekki borga sendiferðabíl. Þeir hlógu svo mikið að okkur í Vöruhótelinu, einhverjir tveir gæjar að koma þarna margar, margar ferðir með pallettuna fyrir utan.“ Margir sperrtu þó eyrun þegar þeir heyrðu að verslunin yrði til húsa á Hverfisgötunni. „Það voru vinir okkar sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, „ætliði að selja einhverjar tuskur á Hverfisgötunni? Það er enginn að labba þarna, þetta er rónagata“.“Hvað er næst? Sindri og Jón hafa prófað sig áfram með ýmislegt, þar á meðal að gefa út tískutímarit og segjast vilja gera meira af því. Síðan vilja þeir opna vefverslun sína fyrir erlendar pantanir. „Svo er gaman að segja frá því þó að það sé á frumstigi að við höfum fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum sem hafa áhuga á að opna Húrra-búðir þar. Aðspurðir hvort standi til að framleiða eigin fatalínu segja þeir að það sé ákveðinn draumur sem þeir séu að skoða. „Við erum með stóra drauma og viljum gera hlutina vel.“
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira