Létu sameiginlegan draum rætast Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. mars 2017 10:00 Sindri Snær og Jón Davíð hönnuðu og smíðuðu eigin verslun sjálfir og náðu í fyrstu sendinguna sjálfir niður á höfn. Mynd/Snorri Björnsson „Þetta er draumurinn okkar – við létum hann verða að veruleika,“ segir Sindri Snær Jensson en hann og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur og stofnendur tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Þeir félagarnir höfðu þekkst lengi og báðir unnið við tísku og verslun í mörg ár, en að eiga eigin búð hafði ávallt verið draumur þeirra beggja.Ástin á tísku og smásölu „Ég var búinn að vinna í tískubúðum síðan ég var 17 ára og sá það fljótlega að þetta var það sem mig langaði til að gera. Svo byrjaði Jón að vinna þar með mér – þetta var í Retro sem var í Smáralind. Við vorum auðvitað báðir – veit ekki hvort þetta er kannski ofsagt – ástfangnir af tísku en þetta fangaði huga okkar,“ segir Sindri. „Smásölu auðvitað líka,“ bætir Jón við. „Já, einmitt, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Sindri um að vinna í verslun, „þú ert að díla við fólk allan daginn, það getur í raun hver sem er komið inn um dyrnar og þú þarft að takast á við það. Þannig að ég sá það mjög fljótt að mig langaði til að eignast eigin búð einn daginn.“ Hugmyndin varð til árið 2013 þegar Jón var að keyra Sindra út á flugvöll eftir jólafrí. „Þá varð til þessi hugmynd um að opna fatabúð með „streetwear“. Við ræddum þetta hvern einasta dag eftir að hann fór út í gegn um Skype í klukkutíma, einn og hálfan tíma á dag – upp úr því ákváðum við að kýla á þetta og hófum undirbúningsvinnuna.“Úr kjallaranum hennar mömmu á Hverfisgötuna Í apríl árið eftir flytur Sindri heim og þá snýst allt um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Við erum þá með aðstöðu í kjallaranum heima hjá mömmu minni. Þar erum við með „stjórnherbergi“ þar sem við tökum heila tvo mánuði í að vinna viðskiptaáætlun.“ „Við lögðum allt það fé sem við áttum á þessum tíma í þetta, seldum vörur fyrirfram til vina og vandamanna fyrir þrjár milljónir og fengum síðan bankalán – sem við erum svo gott sem búnir að greiða.“ Það var að vonum stór stund þegar þeir fóru sjálfir og sóttu fyrstu sendinguna í verslunina. „Við vorum að missa okkur úr gleði. Ég átti ekki bíl en Jón Davíð átti lítinn Polo, sem hann á reyndar enn, og við fórum sex ferðir niður á Sundahöfn af því að við vildum ekki borga sendiferðabíl. Þeir hlógu svo mikið að okkur í Vöruhótelinu, einhverjir tveir gæjar að koma þarna margar, margar ferðir með pallettuna fyrir utan.“ Margir sperrtu þó eyrun þegar þeir heyrðu að verslunin yrði til húsa á Hverfisgötunni. „Það voru vinir okkar sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, „ætliði að selja einhverjar tuskur á Hverfisgötunni? Það er enginn að labba þarna, þetta er rónagata“.“Hvað er næst? Sindri og Jón hafa prófað sig áfram með ýmislegt, þar á meðal að gefa út tískutímarit og segjast vilja gera meira af því. Síðan vilja þeir opna vefverslun sína fyrir erlendar pantanir. „Svo er gaman að segja frá því þó að það sé á frumstigi að við höfum fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum sem hafa áhuga á að opna Húrra-búðir þar. Aðspurðir hvort standi til að framleiða eigin fatalínu segja þeir að það sé ákveðinn draumur sem þeir séu að skoða. „Við erum með stóra drauma og viljum gera hlutina vel.“ Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Þetta er draumurinn okkar – við létum hann verða að veruleika,“ segir Sindri Snær Jensson en hann og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur og stofnendur tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Þeir félagarnir höfðu þekkst lengi og báðir unnið við tísku og verslun í mörg ár, en að eiga eigin búð hafði ávallt verið draumur þeirra beggja.Ástin á tísku og smásölu „Ég var búinn að vinna í tískubúðum síðan ég var 17 ára og sá það fljótlega að þetta var það sem mig langaði til að gera. Svo byrjaði Jón að vinna þar með mér – þetta var í Retro sem var í Smáralind. Við vorum auðvitað báðir – veit ekki hvort þetta er kannski ofsagt – ástfangnir af tísku en þetta fangaði huga okkar,“ segir Sindri. „Smásölu auðvitað líka,“ bætir Jón við. „Já, einmitt, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Sindri um að vinna í verslun, „þú ert að díla við fólk allan daginn, það getur í raun hver sem er komið inn um dyrnar og þú þarft að takast á við það. Þannig að ég sá það mjög fljótt að mig langaði til að eignast eigin búð einn daginn.“ Hugmyndin varð til árið 2013 þegar Jón var að keyra Sindra út á flugvöll eftir jólafrí. „Þá varð til þessi hugmynd um að opna fatabúð með „streetwear“. Við ræddum þetta hvern einasta dag eftir að hann fór út í gegn um Skype í klukkutíma, einn og hálfan tíma á dag – upp úr því ákváðum við að kýla á þetta og hófum undirbúningsvinnuna.“Úr kjallaranum hennar mömmu á Hverfisgötuna Í apríl árið eftir flytur Sindri heim og þá snýst allt um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Við erum þá með aðstöðu í kjallaranum heima hjá mömmu minni. Þar erum við með „stjórnherbergi“ þar sem við tökum heila tvo mánuði í að vinna viðskiptaáætlun.“ „Við lögðum allt það fé sem við áttum á þessum tíma í þetta, seldum vörur fyrirfram til vina og vandamanna fyrir þrjár milljónir og fengum síðan bankalán – sem við erum svo gott sem búnir að greiða.“ Það var að vonum stór stund þegar þeir fóru sjálfir og sóttu fyrstu sendinguna í verslunina. „Við vorum að missa okkur úr gleði. Ég átti ekki bíl en Jón Davíð átti lítinn Polo, sem hann á reyndar enn, og við fórum sex ferðir niður á Sundahöfn af því að við vildum ekki borga sendiferðabíl. Þeir hlógu svo mikið að okkur í Vöruhótelinu, einhverjir tveir gæjar að koma þarna margar, margar ferðir með pallettuna fyrir utan.“ Margir sperrtu þó eyrun þegar þeir heyrðu að verslunin yrði til húsa á Hverfisgötunni. „Það voru vinir okkar sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, „ætliði að selja einhverjar tuskur á Hverfisgötunni? Það er enginn að labba þarna, þetta er rónagata“.“Hvað er næst? Sindri og Jón hafa prófað sig áfram með ýmislegt, þar á meðal að gefa út tískutímarit og segjast vilja gera meira af því. Síðan vilja þeir opna vefverslun sína fyrir erlendar pantanir. „Svo er gaman að segja frá því þó að það sé á frumstigi að við höfum fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum sem hafa áhuga á að opna Húrra-búðir þar. Aðspurðir hvort standi til að framleiða eigin fatalínu segja þeir að það sé ákveðinn draumur sem þeir séu að skoða. „Við erum með stóra drauma og viljum gera hlutina vel.“
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning