Létu sameiginlegan draum rætast Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. mars 2017 10:00 Sindri Snær og Jón Davíð hönnuðu og smíðuðu eigin verslun sjálfir og náðu í fyrstu sendinguna sjálfir niður á höfn. Mynd/Snorri Björnsson „Þetta er draumurinn okkar – við létum hann verða að veruleika,“ segir Sindri Snær Jensson en hann og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur og stofnendur tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Þeir félagarnir höfðu þekkst lengi og báðir unnið við tísku og verslun í mörg ár, en að eiga eigin búð hafði ávallt verið draumur þeirra beggja.Ástin á tísku og smásölu „Ég var búinn að vinna í tískubúðum síðan ég var 17 ára og sá það fljótlega að þetta var það sem mig langaði til að gera. Svo byrjaði Jón að vinna þar með mér – þetta var í Retro sem var í Smáralind. Við vorum auðvitað báðir – veit ekki hvort þetta er kannski ofsagt – ástfangnir af tísku en þetta fangaði huga okkar,“ segir Sindri. „Smásölu auðvitað líka,“ bætir Jón við. „Já, einmitt, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Sindri um að vinna í verslun, „þú ert að díla við fólk allan daginn, það getur í raun hver sem er komið inn um dyrnar og þú þarft að takast á við það. Þannig að ég sá það mjög fljótt að mig langaði til að eignast eigin búð einn daginn.“ Hugmyndin varð til árið 2013 þegar Jón var að keyra Sindra út á flugvöll eftir jólafrí. „Þá varð til þessi hugmynd um að opna fatabúð með „streetwear“. Við ræddum þetta hvern einasta dag eftir að hann fór út í gegn um Skype í klukkutíma, einn og hálfan tíma á dag – upp úr því ákváðum við að kýla á þetta og hófum undirbúningsvinnuna.“Úr kjallaranum hennar mömmu á Hverfisgötuna Í apríl árið eftir flytur Sindri heim og þá snýst allt um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Við erum þá með aðstöðu í kjallaranum heima hjá mömmu minni. Þar erum við með „stjórnherbergi“ þar sem við tökum heila tvo mánuði í að vinna viðskiptaáætlun.“ „Við lögðum allt það fé sem við áttum á þessum tíma í þetta, seldum vörur fyrirfram til vina og vandamanna fyrir þrjár milljónir og fengum síðan bankalán – sem við erum svo gott sem búnir að greiða.“ Það var að vonum stór stund þegar þeir fóru sjálfir og sóttu fyrstu sendinguna í verslunina. „Við vorum að missa okkur úr gleði. Ég átti ekki bíl en Jón Davíð átti lítinn Polo, sem hann á reyndar enn, og við fórum sex ferðir niður á Sundahöfn af því að við vildum ekki borga sendiferðabíl. Þeir hlógu svo mikið að okkur í Vöruhótelinu, einhverjir tveir gæjar að koma þarna margar, margar ferðir með pallettuna fyrir utan.“ Margir sperrtu þó eyrun þegar þeir heyrðu að verslunin yrði til húsa á Hverfisgötunni. „Það voru vinir okkar sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, „ætliði að selja einhverjar tuskur á Hverfisgötunni? Það er enginn að labba þarna, þetta er rónagata“.“Hvað er næst? Sindri og Jón hafa prófað sig áfram með ýmislegt, þar á meðal að gefa út tískutímarit og segjast vilja gera meira af því. Síðan vilja þeir opna vefverslun sína fyrir erlendar pantanir. „Svo er gaman að segja frá því þó að það sé á frumstigi að við höfum fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum sem hafa áhuga á að opna Húrra-búðir þar. Aðspurðir hvort standi til að framleiða eigin fatalínu segja þeir að það sé ákveðinn draumur sem þeir séu að skoða. „Við erum með stóra drauma og viljum gera hlutina vel.“ Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Þetta er draumurinn okkar – við létum hann verða að veruleika,“ segir Sindri Snær Jensson en hann og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur og stofnendur tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Þeir félagarnir höfðu þekkst lengi og báðir unnið við tísku og verslun í mörg ár, en að eiga eigin búð hafði ávallt verið draumur þeirra beggja.Ástin á tísku og smásölu „Ég var búinn að vinna í tískubúðum síðan ég var 17 ára og sá það fljótlega að þetta var það sem mig langaði til að gera. Svo byrjaði Jón að vinna þar með mér – þetta var í Retro sem var í Smáralind. Við vorum auðvitað báðir – veit ekki hvort þetta er kannski ofsagt – ástfangnir af tísku en þetta fangaði huga okkar,“ segir Sindri. „Smásölu auðvitað líka,“ bætir Jón við. „Já, einmitt, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Sindri um að vinna í verslun, „þú ert að díla við fólk allan daginn, það getur í raun hver sem er komið inn um dyrnar og þú þarft að takast á við það. Þannig að ég sá það mjög fljótt að mig langaði til að eignast eigin búð einn daginn.“ Hugmyndin varð til árið 2013 þegar Jón var að keyra Sindra út á flugvöll eftir jólafrí. „Þá varð til þessi hugmynd um að opna fatabúð með „streetwear“. Við ræddum þetta hvern einasta dag eftir að hann fór út í gegn um Skype í klukkutíma, einn og hálfan tíma á dag – upp úr því ákváðum við að kýla á þetta og hófum undirbúningsvinnuna.“Úr kjallaranum hennar mömmu á Hverfisgötuna Í apríl árið eftir flytur Sindri heim og þá snýst allt um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Við erum þá með aðstöðu í kjallaranum heima hjá mömmu minni. Þar erum við með „stjórnherbergi“ þar sem við tökum heila tvo mánuði í að vinna viðskiptaáætlun.“ „Við lögðum allt það fé sem við áttum á þessum tíma í þetta, seldum vörur fyrirfram til vina og vandamanna fyrir þrjár milljónir og fengum síðan bankalán – sem við erum svo gott sem búnir að greiða.“ Það var að vonum stór stund þegar þeir fóru sjálfir og sóttu fyrstu sendinguna í verslunina. „Við vorum að missa okkur úr gleði. Ég átti ekki bíl en Jón Davíð átti lítinn Polo, sem hann á reyndar enn, og við fórum sex ferðir niður á Sundahöfn af því að við vildum ekki borga sendiferðabíl. Þeir hlógu svo mikið að okkur í Vöruhótelinu, einhverjir tveir gæjar að koma þarna margar, margar ferðir með pallettuna fyrir utan.“ Margir sperrtu þó eyrun þegar þeir heyrðu að verslunin yrði til húsa á Hverfisgötunni. „Það voru vinir okkar sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, „ætliði að selja einhverjar tuskur á Hverfisgötunni? Það er enginn að labba þarna, þetta er rónagata“.“Hvað er næst? Sindri og Jón hafa prófað sig áfram með ýmislegt, þar á meðal að gefa út tískutímarit og segjast vilja gera meira af því. Síðan vilja þeir opna vefverslun sína fyrir erlendar pantanir. „Svo er gaman að segja frá því þó að það sé á frumstigi að við höfum fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum sem hafa áhuga á að opna Húrra-búðir þar. Aðspurðir hvort standi til að framleiða eigin fatalínu segja þeir að það sé ákveðinn draumur sem þeir séu að skoða. „Við erum með stóra drauma og viljum gera hlutina vel.“
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira