Innlent

Anne Hathaway og Bjarni Benediktsson hittust á fundi UN Women

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Anne Hathaway og Bjarni Benediktsson. Í bakgrunni sést Þóra Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna.
Anne Hathaway og Bjarni Benediktsson. Í bakgrunni sést Þóra Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna. Mynd/Aðsend
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Anne Hathaway leikkona hittust á fundi UN Women í New York sem haldinn var í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna í gær.

Bjarni er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti „HeForShe 10x10x10 Impact Champions“. Um er að ræða tíu þjóðarleiðtoga, tíu forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja og tíu háskólarektora.

Sjá einnig: Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið

Hathaway, sem er góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, þakkaði í ræðu sinni konum fortíðarinnar fyrir baráttu sína. Í pallborðsumræðum ræddi Bjarni stöðu jafnréttismála og benti á að jafnréttismálin hefðu verið fest í stefnu ríkisstjórnar sinnar.

Þar sagði hann að sífellt þurfi að huga að jafnréttismálum og benti meðal annars á að búið sé að festa þau mál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá sé unnið að frumvarpi um jafnlaunavottun hjá stærri fyrirtækjum. „Við erum kannski númer eitt í heiminum, en verkinu er ekki lokið,“ sagði Bjarni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×