Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2017 18:30 "Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni. „Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur. Það er ekki vegna þess að ég var að fjarlægja bleikt naglalakk, heldur vegna nokkurs sem ég hef gaman að gera – og gerði í gærkvöldi – sem er að baka kökur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins í New York í dag. Umræðustjórinn dró þá fram pakka sem innihélt bleika köku sem Bjarni hafði bakað, en kakan virðist hafa vakið mikla lukku í salnum. „Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni, en hann birti eftirfarandi myndband af bakstrinum á Twitter-síðu sinni í dag.Last night I decorated a #HeForShe cake and was very happy to present it to @phumzileunwomen this morning! pic.twitter.com/oO7Lwxrv8O— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 8, 2017 Bjarni er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti „HeForShe 10x10x10 Impact Champions“. Um er að ræða tíu þjóðarleiðtoga, tíu forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja og tíu háskólarektora. Bjarni ræddi stöðu jafnréttismála í pallborðsumræðum í dag. Þar sagði hann að sífellt þurfi að huga að jafnréttismálum og benti meðal annars á að búið sé að festa þau mál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá sé unnið að frumvarpi um jafnlaunavottun hjá stærri fyrirtækjum. „Við erum kannski númer eitt í heiminum, en verkinu er ekki lokið,“ sagði Bjarni. Umræðurnar má sjá á 34 mínútu myndbandsins hér að neðan. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur. Það er ekki vegna þess að ég var að fjarlægja bleikt naglalakk, heldur vegna nokkurs sem ég hef gaman að gera – og gerði í gærkvöldi – sem er að baka kökur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins í New York í dag. Umræðustjórinn dró þá fram pakka sem innihélt bleika köku sem Bjarni hafði bakað, en kakan virðist hafa vakið mikla lukku í salnum. „Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni, en hann birti eftirfarandi myndband af bakstrinum á Twitter-síðu sinni í dag.Last night I decorated a #HeForShe cake and was very happy to present it to @phumzileunwomen this morning! pic.twitter.com/oO7Lwxrv8O— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 8, 2017 Bjarni er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti „HeForShe 10x10x10 Impact Champions“. Um er að ræða tíu þjóðarleiðtoga, tíu forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja og tíu háskólarektora. Bjarni ræddi stöðu jafnréttismála í pallborðsumræðum í dag. Þar sagði hann að sífellt þurfi að huga að jafnréttismálum og benti meðal annars á að búið sé að festa þau mál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá sé unnið að frumvarpi um jafnlaunavottun hjá stærri fyrirtækjum. „Við erum kannski númer eitt í heiminum, en verkinu er ekki lokið,“ sagði Bjarni. Umræðurnar má sjá á 34 mínútu myndbandsins hér að neðan.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira