Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:55 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánaða. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði nefnd á vegum fyrri ríkisstjórnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að til að vinna gegn óhóflegri styrkingu krónunnar væri nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöft gagnvart almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hann spurði fjármálaráðherra hvenær búast mætti við að þetta verði gert. „Það má líka spyrja hvort að leynifundirnir með vogunarsjóðunum sem ekki tóku þátt í útboðinu í júní 2016, en eru núna sannarlega lokaðir inni og valda ekki efnahagslegum óstöðugleika, séu að trufla ferlið,“ spurði Sigurður Ingi. En af yfirlýsingum forsætisráðherra mætti ætla að ekki ríkti eining um afnám haftanna innan ríkisstjórnarinnar. Það væri spurning hvort til stæði eftir leyniviðræður að verðlauna þá vogunarsjóði sem hafi reynst erfiðastir og harðastir í andstöðunni við endurreisn íslensks efnahagslífs. „Hvort að þar sé verið að bjóða þessum aðilum einhver önnur kjör og betri en öðrum. En aðal spurningin er þessi: Hvenær má vænta afnáms hafta á almenning og fyrirtæki í landinu, sem m.a. gæti hjálpað til við mótvægisaðgerð við sífelldri styrkingu íslensku krónunnar,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagðist vilja afnám hafta sem allra fyrst en það mætti ekki gerast við aðstæður sem sköpuðu óróa eða efnahagslegan óstöðugleika. Tilteknir vogunarsjóðir hafi óskað eftir fundi með stjórnvöldum í síðustu viku. „Á þeim fundi var ekki gengið frá neinum samningum af neinu tagi. En fulltrúar þessara vogunarsjóða munu hafa útskýrt sitt mál,“ sagði fjármálaráðherra. Það væri rétt hjá formanni Framsóknarflokksins að mikilvægt væri að stöðva flöktið á íslensku krónunni og það styttist í afnám haftanna gagnvart almenningi og íslenskum fyrirtækjum. „Þetta gæti orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum. bara svo ég svari því rétt. Ég vona að svo verði,“ sagði Benedikt. Þá væri einnig von á tillögum um viðnám í gjaldeyrismálum. „Hvort að það verður tilbúið i næstu viku, þar næstu viku eða vikunni þar á eftir. Að minnsta kost verður það í þessum mánuði. þannig að ég fagna því að háttvirtur þingmaður hefur gefið mér tækifæri til að upplýsa þingheim um þetta,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira