Hópur fólks býr á tjaldsvæðinu í Laugardal yfir vetrarmánuðina vegna húsnæðisskorts Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 19:15 Hópur fólks hefur í vetur neyðst til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna hás leiguverðs og íbúðaskorts á höfuðborgarsvæðinu. Maður sem hefur dvalið þar síðustu mánuði segir verst að þurfa að fara út á nóttunni til að fara á klósettið. „Það eru örfáir einstaklingar, Íslendingar, sem hafa valið það að koma hérna til lengri eða skemmri tíma hérna yfir veturinn. Ég ímynda mér að í vetur hafi verið svona þrír til fimm að jafnaði sem hafa dvalið hérna á svæðinu í bílum,” segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla og tjaldsvæðisins í Laugardal. Þetta er í fyrsta skipti sem tjaldsvæðið er opið yfir vetrartímann og ljóst að eftirspurn er eftir því. Fólk dvelur þar mislengi, einhverjir mánuðum saman. „Kannski frá einum og upp í fjóra, fimm mánuði. Það held ég að sé það algengasta. Við höfum svo sem ekki neina greiningu á því afhverju fólk er hérna. Fyrir suma er þetta lífstíll, sumir eru að koma hérna til skemmri dvalar til að heimsækja ættingja og vini. Fyrir einhverja er þetta lausn vegna þess að menn hafa ekki í önnur hús að vernda. Það er á nokkuð mismunandi forsendum sem fólk er hérna hjá okkur,” segir Markús. Fréttastofa ræddi við mann sem hefur undanfarna fjóra mánuði fengið að gista í hjólhýsi sem vinur hans dvelur í á tjaldsvæðinu. Báðir eru mennirnir í fullu starfi. „Það er mjög erfitt að fá sér íbúð þegar maður er einn hérna á Íslandi. Ég er búin að reyna síðan áður en ég kom til Íslands, í desember, það gengur ekki,” segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni. Þeir sem dvelja á tjaldsvæðinu hafa aðgang að eldunaraðstöðu, rennandi vatni og salerni á farfuglaheiminu Farfuglum sem er á svæðinu. „Það er straumur sem maður tengir við bílinn og þá verður hiti. Ef það væri ekki straumur myndi það verða mjög erfitt. Fá gashitara og það myndi kosta mikinn pening. En rennandi klósett, það er smá problem. En farfuglaheimilið er alltaf opið. Maður getur alltaf farið þangað. Bara leiðinlegt á nóttunni að klæða sig í föt og fara langt.” Tengdar fréttir Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Fasteignasali segir að spenna hafi aukist mikið á fasteignamarkaði frá því greiningardeild Arionbanka spáði 30 prósenta hækkun á húsnæðisverði. Seljendur verðleggja eignir hærra en fasteignasalar ráðleggja. Jafnvægi á milli seljenda. 22. febrúar 2017 05:00 Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörtíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar Braggahverfin urðu til. 21. febrúar 2017 19:00 Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Hópur fólks hefur í vetur neyðst til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna hás leiguverðs og íbúðaskorts á höfuðborgarsvæðinu. Maður sem hefur dvalið þar síðustu mánuði segir verst að þurfa að fara út á nóttunni til að fara á klósettið. „Það eru örfáir einstaklingar, Íslendingar, sem hafa valið það að koma hérna til lengri eða skemmri tíma hérna yfir veturinn. Ég ímynda mér að í vetur hafi verið svona þrír til fimm að jafnaði sem hafa dvalið hérna á svæðinu í bílum,” segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla og tjaldsvæðisins í Laugardal. Þetta er í fyrsta skipti sem tjaldsvæðið er opið yfir vetrartímann og ljóst að eftirspurn er eftir því. Fólk dvelur þar mislengi, einhverjir mánuðum saman. „Kannski frá einum og upp í fjóra, fimm mánuði. Það held ég að sé það algengasta. Við höfum svo sem ekki neina greiningu á því afhverju fólk er hérna. Fyrir suma er þetta lífstíll, sumir eru að koma hérna til skemmri dvalar til að heimsækja ættingja og vini. Fyrir einhverja er þetta lausn vegna þess að menn hafa ekki í önnur hús að vernda. Það er á nokkuð mismunandi forsendum sem fólk er hérna hjá okkur,” segir Markús. Fréttastofa ræddi við mann sem hefur undanfarna fjóra mánuði fengið að gista í hjólhýsi sem vinur hans dvelur í á tjaldsvæðinu. Báðir eru mennirnir í fullu starfi. „Það er mjög erfitt að fá sér íbúð þegar maður er einn hérna á Íslandi. Ég er búin að reyna síðan áður en ég kom til Íslands, í desember, það gengur ekki,” segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni. Þeir sem dvelja á tjaldsvæðinu hafa aðgang að eldunaraðstöðu, rennandi vatni og salerni á farfuglaheiminu Farfuglum sem er á svæðinu. „Það er straumur sem maður tengir við bílinn og þá verður hiti. Ef það væri ekki straumur myndi það verða mjög erfitt. Fá gashitara og það myndi kosta mikinn pening. En rennandi klósett, það er smá problem. En farfuglaheimilið er alltaf opið. Maður getur alltaf farið þangað. Bara leiðinlegt á nóttunni að klæða sig í föt og fara langt.”
Tengdar fréttir Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Fasteignasali segir að spenna hafi aukist mikið á fasteignamarkaði frá því greiningardeild Arionbanka spáði 30 prósenta hækkun á húsnæðisverði. Seljendur verðleggja eignir hærra en fasteignasalar ráðleggja. Jafnvægi á milli seljenda. 22. febrúar 2017 05:00 Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörtíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar Braggahverfin urðu til. 21. febrúar 2017 19:00 Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Fasteignasali segir að spenna hafi aukist mikið á fasteignamarkaði frá því greiningardeild Arionbanka spáði 30 prósenta hækkun á húsnæðisverði. Seljendur verðleggja eignir hærra en fasteignasalar ráðleggja. Jafnvægi á milli seljenda. 22. febrúar 2017 05:00
Hefur á fjörutíu ára ferli aldrei upplifað annað eins neyðarástand á leigumarkaði Færst hefur í aukana að fólk í íbúðaleit taki í örvæntingu sinni á leigu dýrari íbúðir en það ræður við vegna skorts á leiguíbúðum, sem leiðir oft til þess að það endar í vanskilum. Þetta segir formaður Húseigendafélagsins. Hann segist á fjörtíu ára ferli aldrei hafa upplifað annað eins neyðarástand á húsnæðis - og leigumarkaði. Það minni á stríðsárin þegar Braggahverfin urðu til. 21. febrúar 2017 19:00
Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. 9. febrúar 2017 19:30