Rannsókn lokið á Jóni Hákoni BA: Ofhlaðinn með viðvarandi stjórnborðshalla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 16:08 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að skipið Jón Hákon BA, sem fórst úti fyrir Aðalvík í júlí 2015, hafi verið ofhlaðið og með viðvarandi stjórnborðshalla. Nefndin hefur skilað af sér skýrslu með niðurstöðum úr rannsókn málsins. Einn fórst þegar Jón Hákon sökk. Í skýrslunni segir að ofhleðslan hafi leitt til þess að í veltingi hafi sjór átt greiða leið inn á þilfar skipsins, bæði yfir lunningu og um lensport. Vegna óþéttleika á lestarlúgukarmi bættist stöðugt sjór í lestina sem varð til þess að skipið missti stöðugleika og hvolfdi svo þegar öldutoppur rann óhindrað yfir lunningu þess.Samspil nokkurra þátta Nefndin telur jafnframt að í aðdraganda slyssins hafi lensibúnaður í lest, sem er hleraop neðst á borðstokk sem vatn á þilfari á að renna út um, hafi ekki virkað sem skyldi vegna óhreininda í síu. Það hafi átt sinn þátt í að sjór safnaðist í lest skipsins. Telur nefndin að óþéttleikinn á lestarlúgukarminum hefði átt að koma í ljós við árlega skoðun skipsins. „Að sögn áhafnar þá hafði skipið skyndilega byrjað að velta á meðan þeir voru að taka aflann um borð, tekið tvo skafla af sjó yfir lunninguna inná þilfarið og í framhaldi af því hafi skipinu hvolft. Því er líklegast að um samspil nokkurra þátta – þ.e ofhleðslu, sjóvatns á þilfari og líklega í lest einnig – hafi orðið til þess að skipið lagðist með þeim afleiðingum að skipið fórst. Það má taka það fram að ekki er vitað með vissu hversu mikill sjór var í skipinu og allir útreikningar eru bara vangaveltur um hugsanlega atburðarás að gefnum ákveðnum forsendum,“ segir í niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.Óásættanlegt að aðeins sé skipt um hluta mikilvægs öryggisbúnaðar Vitað var að sjálfvirkur björgunarbúnaður hafi ekki virkað sem skyldi. Nefndin telur að eftir að skipið tók að sökkva hafi sleppiloki minni gúmmíbjörgunarbátsins virkað, festingar losnað, en hann haldist undir skipinu og ekki komist frá því fyrr en það hafi farið að snúast við á niðurleið. Þá hafi gúmmíbjörgunarbáturinn verið kominn á það mikið dýpi að uppdrift gúmmíbátahylkisins hafi ekki verið nægjanlega mikil til að öll fangalínan, sem ræsir uppblástur gúmmíbjörgunarbátsins, næði að dragast út. Þá hafi skakkt átak verið á milli lykkjunnar og kólfsins í sleppilokanum á stærri bátnum sem hafi komið í veg fyrir það að búnaðurinn virkaði. „Ljóst er, bæði af rannsókn RNSA á flakinu og reynslu skoðunarmanna losunar- og sjósleppibúnaðar, að það skiptir miklu máli að átakið sé alveg beint upp og skekkja valdi þvingun sem haldi kólfinum föstum. Nefndin telur það með öllu óásættanlegt að við endurnýjun á jafn mikilvægum öryggisbúnaði og sjósleppiloki er aðeins skipt um hluta hans eins og var í þessu tilfelli þegar ekki var skipt um kólfinn. Nefndin átelur harðlega að ekki sé fylgt eftir kröfum um virkniprófun losunar- og sjósetningabúnaðar á fimm ára fresti,“ segir í skýrslunni. Hafist var handa við að koma bátnum af hafsbotni í júní í fyrra en samtök sjómanna höfðu krafist þess að það yrði gert svo hægt væri að fá niðurstöðu í málið. Sem fyrr segir fórst einn þegar skipinu hvolfdi. Þrír komust lífs af. Tengdar fréttir Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. 31. desember 2015 12:13 „Í dag er ég búinn að sakna pabba í 365 daga“ „Í dag ætla ég að halda áfram,“ segir Björn Magnús Magnússon sem komst lífs af þegar Jón Hákon BA-60 sökk fyrir ári. 7. júlí 2016 16:34 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að skipið Jón Hákon BA, sem fórst úti fyrir Aðalvík í júlí 2015, hafi verið ofhlaðið og með viðvarandi stjórnborðshalla. Nefndin hefur skilað af sér skýrslu með niðurstöðum úr rannsókn málsins. Einn fórst þegar Jón Hákon sökk. Í skýrslunni segir að ofhleðslan hafi leitt til þess að í veltingi hafi sjór átt greiða leið inn á þilfar skipsins, bæði yfir lunningu og um lensport. Vegna óþéttleika á lestarlúgukarmi bættist stöðugt sjór í lestina sem varð til þess að skipið missti stöðugleika og hvolfdi svo þegar öldutoppur rann óhindrað yfir lunningu þess.Samspil nokkurra þátta Nefndin telur jafnframt að í aðdraganda slyssins hafi lensibúnaður í lest, sem er hleraop neðst á borðstokk sem vatn á þilfari á að renna út um, hafi ekki virkað sem skyldi vegna óhreininda í síu. Það hafi átt sinn þátt í að sjór safnaðist í lest skipsins. Telur nefndin að óþéttleikinn á lestarlúgukarminum hefði átt að koma í ljós við árlega skoðun skipsins. „Að sögn áhafnar þá hafði skipið skyndilega byrjað að velta á meðan þeir voru að taka aflann um borð, tekið tvo skafla af sjó yfir lunninguna inná þilfarið og í framhaldi af því hafi skipinu hvolft. Því er líklegast að um samspil nokkurra þátta – þ.e ofhleðslu, sjóvatns á þilfari og líklega í lest einnig – hafi orðið til þess að skipið lagðist með þeim afleiðingum að skipið fórst. Það má taka það fram að ekki er vitað með vissu hversu mikill sjór var í skipinu og allir útreikningar eru bara vangaveltur um hugsanlega atburðarás að gefnum ákveðnum forsendum,“ segir í niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.Óásættanlegt að aðeins sé skipt um hluta mikilvægs öryggisbúnaðar Vitað var að sjálfvirkur björgunarbúnaður hafi ekki virkað sem skyldi. Nefndin telur að eftir að skipið tók að sökkva hafi sleppiloki minni gúmmíbjörgunarbátsins virkað, festingar losnað, en hann haldist undir skipinu og ekki komist frá því fyrr en það hafi farið að snúast við á niðurleið. Þá hafi gúmmíbjörgunarbáturinn verið kominn á það mikið dýpi að uppdrift gúmmíbátahylkisins hafi ekki verið nægjanlega mikil til að öll fangalínan, sem ræsir uppblástur gúmmíbjörgunarbátsins, næði að dragast út. Þá hafi skakkt átak verið á milli lykkjunnar og kólfsins í sleppilokanum á stærri bátnum sem hafi komið í veg fyrir það að búnaðurinn virkaði. „Ljóst er, bæði af rannsókn RNSA á flakinu og reynslu skoðunarmanna losunar- og sjósleppibúnaðar, að það skiptir miklu máli að átakið sé alveg beint upp og skekkja valdi þvingun sem haldi kólfinum föstum. Nefndin telur það með öllu óásættanlegt að við endurnýjun á jafn mikilvægum öryggisbúnaði og sjósleppiloki er aðeins skipt um hluta hans eins og var í þessu tilfelli þegar ekki var skipt um kólfinn. Nefndin átelur harðlega að ekki sé fylgt eftir kröfum um virkniprófun losunar- og sjósetningabúnaðar á fimm ára fresti,“ segir í skýrslunni. Hafist var handa við að koma bátnum af hafsbotni í júní í fyrra en samtök sjómanna höfðu krafist þess að það yrði gert svo hægt væri að fá niðurstöðu í málið. Sem fyrr segir fórst einn þegar skipinu hvolfdi. Þrír komust lífs af.
Tengdar fréttir Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. 31. desember 2015 12:13 „Í dag er ég búinn að sakna pabba í 365 daga“ „Í dag ætla ég að halda áfram,“ segir Björn Magnús Magnússon sem komst lífs af þegar Jón Hákon BA-60 sökk fyrir ári. 7. júlí 2016 16:34 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27
Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02
Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. 31. desember 2015 12:13
„Í dag er ég búinn að sakna pabba í 365 daga“ „Í dag ætla ég að halda áfram,“ segir Björn Magnús Magnússon sem komst lífs af þegar Jón Hákon BA-60 sökk fyrir ári. 7. júlí 2016 16:34