Innlent

Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Maðurinn sem lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun hét Eðvarð Örn Kristinsson, skipstjóri og stýrimaður frá Súðavík. Ættingjum hefur nú verið tilkynnt um andlát hans.

Eðvarð var einn um borð þegar bát hans hvolfdi um 20 mílum út frá Aðalvík. Umfangsmikil leit hófst að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Báturinn fannst svo um einni og hálfri klukkustund síðar.


Tengdar fréttir

Skipverjinn látinn

Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×