Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 22:01 „Ég hef sjaldan upplifað verri daga og óska engu foreldri þess hlutskiptis að vera í þeim sporum að bíða eftir því að barnið manns komist aftur til lífs eftir áfall sem þetta,“ skrifar Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans við Bifröst, þar sem hann skrifar um hvað þurfi að gera til þess að bæta öryggi gesta í miðborg Reykjavíkur. Tilefnið er fólskuleg og að því er virðist tilefnislaus líkamsárás sem sonur hans, Eyvindur Ágúst, kærasta Eyvindar og vinur þeirra urðu fyrir aðfaranótt sunnudags í Hafnarstræti í Reykjavík. Þremenningarnir voru á heimleið af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópur fólks réðst á þau. Kærasta sonar Runólfs og vinur þeirra sluppu með mar og skrámur að sögn Runólfs en sonur hans var ekki svo heppinn. Hann fékk heilabæðingu.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Vísir/Stefán„Ég ætla ekki að lýsa þeirri angist, þeim ótta og því varnarleysi sem við fjölskyldan upplifðum við sjúkrabeð sonar okkar næstu daga meðan við biðum milli vonar og ótta um hverjar afleiðingar þessa hroðalega verknaðar yrðu,“ skrifar Runólfur.Segir þrjá ráðamenn hafa völdin til þess að efla öryggiSvo virðist sem sonur Runólfs hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjóni eftir árásina og er hann allur að koma til. Telur Runólfur að stórbæta þurfi öryggi í miðborg Reykjavíkur og leggur til þrjár leiðir til þess, ekki sé nóg að benda á tölfræði um að glæpatíðni hafi lækkað. Bendir hann á að lögregla þurfi að stórauka viðvera sína í miðborginni um helgar. Viðveran skapi öryggi. „Nú eru þúsundir drukkinna einstaklinga á ferli um miðborgina um helgar þegar skemmtistaðir loka og lögreglumenn í því mannhafi álíka fágætir og hvítir hrafnar,“ skrifar Runólfur og bendir jafnframt á að bæta þurfi lýsingu í almannarýmum borgarinnar „Reykjavík er rökkvuð borg og ákveðin svæði í miðborginni eru illa lýst. Það sama gildir um mörg önnur almannarými þar sem árásir hafa átt sér stað sem ekki hafa leitt til ákæru,“ skrifar Runólfur. Þá segir hann að myndavélar í upplýstu almannarými séu góð förvörn gegn ofbeldi í miðborginni. Hvetur hann Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur til þess að stuðla að bættu öryggi í miðborg Reykjavíkur. „Við ykkur þrjú vil ég bara segja þetta: Börnin okkar eiga rétt á því að fara um borgina okkar án tillits til þess hvort þau eru drukkin eða ekki, án tillits til þess hvernig þau eru klædd og án tillits til þess hvenær þau eru á ferli.“ Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
„Ég hef sjaldan upplifað verri daga og óska engu foreldri þess hlutskiptis að vera í þeim sporum að bíða eftir því að barnið manns komist aftur til lífs eftir áfall sem þetta,“ skrifar Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans við Bifröst, þar sem hann skrifar um hvað þurfi að gera til þess að bæta öryggi gesta í miðborg Reykjavíkur. Tilefnið er fólskuleg og að því er virðist tilefnislaus líkamsárás sem sonur hans, Eyvindur Ágúst, kærasta Eyvindar og vinur þeirra urðu fyrir aðfaranótt sunnudags í Hafnarstræti í Reykjavík. Þremenningarnir voru á heimleið af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópur fólks réðst á þau. Kærasta sonar Runólfs og vinur þeirra sluppu með mar og skrámur að sögn Runólfs en sonur hans var ekki svo heppinn. Hann fékk heilabæðingu.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Vísir/Stefán„Ég ætla ekki að lýsa þeirri angist, þeim ótta og því varnarleysi sem við fjölskyldan upplifðum við sjúkrabeð sonar okkar næstu daga meðan við biðum milli vonar og ótta um hverjar afleiðingar þessa hroðalega verknaðar yrðu,“ skrifar Runólfur.Segir þrjá ráðamenn hafa völdin til þess að efla öryggiSvo virðist sem sonur Runólfs hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjóni eftir árásina og er hann allur að koma til. Telur Runólfur að stórbæta þurfi öryggi í miðborg Reykjavíkur og leggur til þrjár leiðir til þess, ekki sé nóg að benda á tölfræði um að glæpatíðni hafi lækkað. Bendir hann á að lögregla þurfi að stórauka viðvera sína í miðborginni um helgar. Viðveran skapi öryggi. „Nú eru þúsundir drukkinna einstaklinga á ferli um miðborgina um helgar þegar skemmtistaðir loka og lögreglumenn í því mannhafi álíka fágætir og hvítir hrafnar,“ skrifar Runólfur og bendir jafnframt á að bæta þurfi lýsingu í almannarýmum borgarinnar „Reykjavík er rökkvuð borg og ákveðin svæði í miðborginni eru illa lýst. Það sama gildir um mörg önnur almannarými þar sem árásir hafa átt sér stað sem ekki hafa leitt til ákæru,“ skrifar Runólfur. Þá segir hann að myndavélar í upplýstu almannarými séu góð förvörn gegn ofbeldi í miðborginni. Hvetur hann Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur til þess að stuðla að bættu öryggi í miðborg Reykjavíkur. „Við ykkur þrjú vil ég bara segja þetta: Börnin okkar eiga rétt á því að fara um borgina okkar án tillits til þess hvort þau eru drukkin eða ekki, án tillits til þess hvernig þau eru klædd og án tillits til þess hvenær þau eru á ferli.“
Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30
Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00