Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Anton Egilsson skrifar 27. febrúar 2017 21:22 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“ Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“
Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda