Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Anton Egilsson skrifar 27. febrúar 2017 21:22 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“ Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“
Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03