Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Anton Egilsson skrifar 27. febrúar 2017 21:22 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“ Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra menn röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. Endurupptökunefnd úrskurðaði fyrir helgi að mál Erlu Bolladóttur yrði ekki tekið fyrir á ný en hún var sakfelld fyrir að bera fjóra menn röngum sökum. Þá Einar Bollason hálfbróðir Erlu, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Magnús Leópoldsson. Taldi endurupptökunefndin að ekki væru uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku máls hennar þar sem ekki lægju fyrir gögn sem bentu til þess að hún hafi verið beitt þrýstingi er hún bar mennina fjóra röngum sökum. Erla lýsti yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu nefndarinnar í þætti Kastljóss í kvöld. „Ég var ekki undir það búin að máli mínu yrði hafnað. Það var ansi mikið högg.”Yfirheyrð í tíu klukkustundirErla greindi frá því í þættinum að þegar hún var á leið heim eftir vikulangt gæsluvarðhald vegna annars máls rétt fyrir jól árið 1975 hafi lögreglumaður spurt hana hvort að hún þekkti til Guðmundar Einarssonar. Í kjölfarið hófst yfirheyrsla yfir henni sem hún telur að hafi staðið yfir í tíu klukkustundir. „Ég vissi ekkert hvað þeir voru að tala um og vissi ekki einu sinni að hann væri horfinn. Eftir að þeir höfðu spurt mig í þaula um ótrúlegustu hluti í mínu einkalífi komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru fullvissir um að ég hefði orðið vitni að einhverju voðaverki á Hamarsbraut 11.”Voru í daglegum samskiptumEftir að hafa verið sleppt úr vikulöngu gæsluvarðhaldi hafi lögreglumenn svo verið í stöðugum samskiptum við hana. „Þeir voru ofsalega uppteknir af því að vera vinir mínir og hjálpa mér með allt sem ég þurfti og voru í sambandi við mig meira og minna daglega í gegnum þetta tímabil.”Lögreglumenn sem voru með ákveðna stefnu í hugaÞá segir Erla að lögreglumenn sem yfirheyrðu hana í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns hafi vitað frá upphafi að hún vissi ekkert um hvarf þeirra. „Að mér komu menn og þeir voru með ákveðna stefnu í huga. Ég vil að það komi skýrt fram að þessir menn vissu frá upphafi að ég vissi ekkert um Guðmundar mál og ekkert um Geirfinns mál. Þeir kýldu á þetta að yfirlögðu ráði og þeir verða að svara fyrir það hvað þeim gekk til.”Segist skilja reiði fjórmenningannaMennirnir sem Erla bar röngum sökum sátu í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga árið 1976. Hún segist hafa skilning á reiði þeirra gagnvart sér. „Okkar óvinur var sameiginlegur og ef Einar bróðir minn vissi hvað var verið að gera við mig til þess að fá mig til að gera það sem ég gerði þá hefði hann samúð með mér, svo mikið veit ég.“
Tengdar fréttir Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03