Örþreyttur Grímur sleikir sólina eftir álag undanfarinna vikna Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2017 10:30 Grímur Grímsson sleikir sólina í sunnanverðri álfunni þessa dagana eftir annasamar vikur. Vísir/Anton Brink Á sama tíma og snjórinn hefur gert sig heimankominn á höfuðborgarsvæðinu er fastagestur nokkur á sjónvarpsskjám, dagblöðum og vefsíðum landsins kominn í vetrarfrí. Maðurinn sem um ræðir er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Grímur komin sunnar í álfuna þar sem sólin skín. Líklega eru flestir sammála um að fríið hljóti að vera kærkomið enda verið mikið álag á Grími undanfarnar vikur eða allt frá því lögregla hóf rannsókn á málinu. Mynd sem birt var á Facebook-síðu Kastljóss í síðustu viku segir meira en mörg orð en þar sást Grímur fá sér nokkurra mínútna kríu áður en hann sat fyrir svörum í þætti kvöldsins. Almennt má segja að mikil ánægja ríki meðal almennings með störf Gríms í fyrrnefndu máli. Hefur fólk kallað eftir því að hann verði sæmdur Fálkaorðu og aðrir segja að þar fari á ferð maður ársins. Karl Steinar Valsson, náinn vinur og samstarfsmaður Gríms til margra ára hjá lögreglunni, lýsti Grími í viðtali við Fréttablaðið í janúar.„Grímur er sá maður sem mér hefur ávallt þótt best og skemmtilegast að vinna með. Sterk fyrirmynd fyrir aðra lögreglumenn og langt út fyrir það. Þegar hann talar þá hlustar maður og veit að maður getur treyst því sem hann segir,“ segir Karl Steinar.Þá lýsti Vigdís Grímsdóttir, systir Gríms og rithöfundur með meiru, Grími sem skemmtilegum litla bróður.„Hann var æðislega skemmtilegur strákur og sífellt brosandi, kunni meðal annars þá list að spila glimrandi lög á tennisspaða, sem ég efast um að margir geti leikið eftir. Mikill gleðigjafi og húmoristi og eiginlega besti gæi í heimi, vildi alltaf öllum í húsinu vel og vill enn,“ segir Vigdís. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Á sama tíma og snjórinn hefur gert sig heimankominn á höfuðborgarsvæðinu er fastagestur nokkur á sjónvarpsskjám, dagblöðum og vefsíðum landsins kominn í vetrarfrí. Maðurinn sem um ræðir er Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Grímur komin sunnar í álfuna þar sem sólin skín. Líklega eru flestir sammála um að fríið hljóti að vera kærkomið enda verið mikið álag á Grími undanfarnar vikur eða allt frá því lögregla hóf rannsókn á málinu. Mynd sem birt var á Facebook-síðu Kastljóss í síðustu viku segir meira en mörg orð en þar sást Grímur fá sér nokkurra mínútna kríu áður en hann sat fyrir svörum í þætti kvöldsins. Almennt má segja að mikil ánægja ríki meðal almennings með störf Gríms í fyrrnefndu máli. Hefur fólk kallað eftir því að hann verði sæmdur Fálkaorðu og aðrir segja að þar fari á ferð maður ársins. Karl Steinar Valsson, náinn vinur og samstarfsmaður Gríms til margra ára hjá lögreglunni, lýsti Grími í viðtali við Fréttablaðið í janúar.„Grímur er sá maður sem mér hefur ávallt þótt best og skemmtilegast að vinna með. Sterk fyrirmynd fyrir aðra lögreglumenn og langt út fyrir það. Þegar hann talar þá hlustar maður og veit að maður getur treyst því sem hann segir,“ segir Karl Steinar.Þá lýsti Vigdís Grímsdóttir, systir Gríms og rithöfundur með meiru, Grími sem skemmtilegum litla bróður.„Hann var æðislega skemmtilegur strákur og sífellt brosandi, kunni meðal annars þá list að spila glimrandi lög á tennisspaða, sem ég efast um að margir geti leikið eftir. Mikill gleðigjafi og húmoristi og eiginlega besti gæi í heimi, vildi alltaf öllum í húsinu vel og vill enn,“ segir Vigdís.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira