Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 19:30 Barnsfaðir Írisar fær ekki leyfi til að koma til Íslands en hann er frá Sri Lanka sem er utan Schengen-svæðisins. Vísir/skjáskot Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið. Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið.
Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42