Einfaldara líf með heimskan en þó nautsterkan farsíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. febrúar 2017 20:00 Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Nokia 3310 farsíminn hefur ekki verið fáanlegur í smásölu í ein tólf ár, engu að síður eru enn tæplega sex hundruð slíkir símar í notkun á Íslandi. Líkur eru á að Skriðdrekinn, eins og síminn er oft kallaður, verði brátt fáanlegur á ný. Finnska fyrirtækið HMD Global er sagt ætla að kynna nokkra nýja farsíma til leiks seinna í þessum mánuði, þar á meðal hinn goðsagnakennad Nokia 3310. Farsíminn naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma, enda hafði hann að geyma rafhlöðu sem entist dögum saman og var með eindæmum sterkbyggður. Þá hafði hann geyma nýjungar á borð við reiknivél og skeiðklukku, og auðvitað tölvuleikinn vinsæla Snake 2. Nokia 3310 var gríðarlega vinsæll farsími. Hann kom á markað árið 2000 og á fimm árum seldi Nokia 126 milljónir eintaka. 3310 var fyrsti síminn frá Nokia sem var á viðráðanlegu verði. Hann var oft kallaður Skriðdrekinn, enda virtist hann þola allt.Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum.MYND/DANÍEL„Hann gerði það að verkum að fleiri byrjuðu að nota farsíma. Hann stækkaði kúnnahóp fjarskiptafyrirtækja um allan heim. Símar höfðu verið dýrir og stórir með útdraganleg eða áföst loftnet. Þarna byrja símarnir að koma með innbyggð loftnet. Þeir urðu betri í vasa og þægilegri hinn almenna notanda,“ segir Guðmundur Jóhannsson, sérfræðingur hjá Símanum. Síminn er enn í notkun í dag. Alls 589 3310-símar eru núna tengdir inn á farsímakerfið. En hvað er það sem heillar við þennan netlausa og kannski heimska síma? „Það er að eiga síma sem er ekki snjallsími. Það sé kannski svolítið töff í dag að eiga retró tæki, sem er ódrepandi. Svo hugsa ég að það sé líka til þeir sem vilja leyfa börnunum sínum að fá sína fyrstu síma. Mögulega þeir sem eru að fara í göngur og annað þar sem hleðsla og annað er vesen. Þá eru með síma sem endist og endist,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira