Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 11:17 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir að stjórnvöld verði að bregðast við. vísir/stefán Mikilvægt er að fá strax úr því skorið hvort sjómenn eigi í raun rétt á að fá greidda dagpeninga skattfrjálst, líkt þeir þeir hafa krafist. Meira þarf til en almenna greiningu stjórnvalda á þessum málum og þau þurfa að bregðast skjótt við. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Bítið. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna funduðu bæði með ríkissáttasemjara og sjávarútvegsráðherra í gær vegna kjaradeilu þeirra. Heiðrún Lind segir að búið sé að semja um öll mál, nema hvað varðar skattaafslátt á fæðispeningum.Jákvætt að skoða skattkerfið – en ekki nóg „Við áttum fínan fund í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar lagði ráðherra fram tillögu um almenna skoðun og greiningu á fæðis- og dagpeningum á almennum vinnumarkaði og þeirri skoðun yrði lokið í apríl. Það er jákvætt að skoða á hverjum tíma hvernig skattkerfið fer með einstaklingana en það hins vegar hjálpar ekki þessari deilu að fara í svona almenna skoðun,“ segir Heiðrún Lind. Það dugi þó ekki til. „Það þarf að koma meira til. Við erum sérfræðingar í kjaramálum sjómanna sem sitjum við samningaborðið. Inni í ráðuneytum eru sérfræðingar í skattalegum málefnum og ég trúi ekki öðru en að við getum komist að því nokkuð fljótt og örugglega hvort sjómenn hafi á réttu að standa eða ekki um þetta og að farið sé með dagpeninga þeirra eins og annarra starfsstétta í landinu.“ Heiðrún Lind segist skilja gremju sjómanna, enda telji þeir á þeim brotið. „Það er skilningur á því að það veðri að setjast yfir þessi mál, en það er tímafaktorinn. Nú erum við búin að vera á tíundu viku í verkfalli og þessu verður að fara að ljúka. Og ef þetta þarf til þá verðum við einfaldlega að slá í klárinn og fá úr þessu skorið helst í gær, en vonandi í dag,“ segir hún.Sigurður G. Guðjónsson segist telja kröfur sjómanna raunhæfar. Hins vegar þurfi sömu reglur að gilda yfir alla.vísir/gvaSegir kröfur sjómanna raunhæfar Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist telja kröfur sjómanna hvað varðar skattaafsláttinn vera raunhæfar í samanburði við aðrar stéttir sem njóti ámóta fríðinda. „Það eru stéttir í landinu eins og flugliðar og opinberir starfsmenn sem fá greidda dagpeninga til þess að mæta útgjöldum á ferðalögum eða starfs síns vegna. Og þau útgjöld sem þeir hafa á móti dagpeningum geta verið lægri, og þá er auðvitað um að ræða einhvern tekjuskattskyldan mismun,“ segir Sigurður. „Sjómenn eru hins vegar þannig settir að þeir eiga eiginlega annað heimili úti á sjó og þeir geta ekki smurt með sér eða tekið með sér nesti eða neitt slíkt til þess að spara þessi útgjöld. Þannig að það er í sjálfu sér eðlileg krafa að þeir að minnsta kosti fái svipaða meðferð og aðrar stéttir sem eru í ferðalögum.“ Sigurður segir að lagabreytinga sé þörf – ein og sama reglan þurfi að gilda yfir alla. „Það er auðvitað rétt hjá sjávarútvegsráðherra að það er ekki hægt að setja reglur um það að sjómenn og einhverjar stéttir sem þurfa að ferðast starfs síns vegna að þau þurfi að hafa einhverjar fríar tekjur sem ekki þarf að borga skatt af. Það þarf bara að gilda ein og sama reglan hjá þeim sem þurfa að ferðast,“ segir hann. Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn segja að um réttlætismál sé að ræða Senda frá sér yfirlýsingu. 16. febrúar 2017 08:52 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Mikilvægt er að fá strax úr því skorið hvort sjómenn eigi í raun rétt á að fá greidda dagpeninga skattfrjálst, líkt þeir þeir hafa krafist. Meira þarf til en almenna greiningu stjórnvalda á þessum málum og þau þurfa að bregðast skjótt við. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Bítið. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna funduðu bæði með ríkissáttasemjara og sjávarútvegsráðherra í gær vegna kjaradeilu þeirra. Heiðrún Lind segir að búið sé að semja um öll mál, nema hvað varðar skattaafslátt á fæðispeningum.Jákvætt að skoða skattkerfið – en ekki nóg „Við áttum fínan fund í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar lagði ráðherra fram tillögu um almenna skoðun og greiningu á fæðis- og dagpeningum á almennum vinnumarkaði og þeirri skoðun yrði lokið í apríl. Það er jákvætt að skoða á hverjum tíma hvernig skattkerfið fer með einstaklingana en það hins vegar hjálpar ekki þessari deilu að fara í svona almenna skoðun,“ segir Heiðrún Lind. Það dugi þó ekki til. „Það þarf að koma meira til. Við erum sérfræðingar í kjaramálum sjómanna sem sitjum við samningaborðið. Inni í ráðuneytum eru sérfræðingar í skattalegum málefnum og ég trúi ekki öðru en að við getum komist að því nokkuð fljótt og örugglega hvort sjómenn hafi á réttu að standa eða ekki um þetta og að farið sé með dagpeninga þeirra eins og annarra starfsstétta í landinu.“ Heiðrún Lind segist skilja gremju sjómanna, enda telji þeir á þeim brotið. „Það er skilningur á því að það veðri að setjast yfir þessi mál, en það er tímafaktorinn. Nú erum við búin að vera á tíundu viku í verkfalli og þessu verður að fara að ljúka. Og ef þetta þarf til þá verðum við einfaldlega að slá í klárinn og fá úr þessu skorið helst í gær, en vonandi í dag,“ segir hún.Sigurður G. Guðjónsson segist telja kröfur sjómanna raunhæfar. Hins vegar þurfi sömu reglur að gilda yfir alla.vísir/gvaSegir kröfur sjómanna raunhæfar Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist telja kröfur sjómanna hvað varðar skattaafsláttinn vera raunhæfar í samanburði við aðrar stéttir sem njóti ámóta fríðinda. „Það eru stéttir í landinu eins og flugliðar og opinberir starfsmenn sem fá greidda dagpeninga til þess að mæta útgjöldum á ferðalögum eða starfs síns vegna. Og þau útgjöld sem þeir hafa á móti dagpeningum geta verið lægri, og þá er auðvitað um að ræða einhvern tekjuskattskyldan mismun,“ segir Sigurður. „Sjómenn eru hins vegar þannig settir að þeir eiga eiginlega annað heimili úti á sjó og þeir geta ekki smurt með sér eða tekið með sér nesti eða neitt slíkt til þess að spara þessi útgjöld. Þannig að það er í sjálfu sér eðlileg krafa að þeir að minnsta kosti fái svipaða meðferð og aðrar stéttir sem eru í ferðalögum.“ Sigurður segir að lagabreytinga sé þörf – ein og sama reglan þurfi að gilda yfir alla. „Það er auðvitað rétt hjá sjávarútvegsráðherra að það er ekki hægt að setja reglur um það að sjómenn og einhverjar stéttir sem þurfa að ferðast starfs síns vegna að þau þurfi að hafa einhverjar fríar tekjur sem ekki þarf að borga skatt af. Það þarf bara að gilda ein og sama reglan hjá þeim sem þurfa að ferðast,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn segja að um réttlætismál sé að ræða Senda frá sér yfirlýsingu. 16. febrúar 2017 08:52 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08