Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 11:17 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir að stjórnvöld verði að bregðast við. vísir/stefán Mikilvægt er að fá strax úr því skorið hvort sjómenn eigi í raun rétt á að fá greidda dagpeninga skattfrjálst, líkt þeir þeir hafa krafist. Meira þarf til en almenna greiningu stjórnvalda á þessum málum og þau þurfa að bregðast skjótt við. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Bítið. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna funduðu bæði með ríkissáttasemjara og sjávarútvegsráðherra í gær vegna kjaradeilu þeirra. Heiðrún Lind segir að búið sé að semja um öll mál, nema hvað varðar skattaafslátt á fæðispeningum.Jákvætt að skoða skattkerfið – en ekki nóg „Við áttum fínan fund í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar lagði ráðherra fram tillögu um almenna skoðun og greiningu á fæðis- og dagpeningum á almennum vinnumarkaði og þeirri skoðun yrði lokið í apríl. Það er jákvætt að skoða á hverjum tíma hvernig skattkerfið fer með einstaklingana en það hins vegar hjálpar ekki þessari deilu að fara í svona almenna skoðun,“ segir Heiðrún Lind. Það dugi þó ekki til. „Það þarf að koma meira til. Við erum sérfræðingar í kjaramálum sjómanna sem sitjum við samningaborðið. Inni í ráðuneytum eru sérfræðingar í skattalegum málefnum og ég trúi ekki öðru en að við getum komist að því nokkuð fljótt og örugglega hvort sjómenn hafi á réttu að standa eða ekki um þetta og að farið sé með dagpeninga þeirra eins og annarra starfsstétta í landinu.“ Heiðrún Lind segist skilja gremju sjómanna, enda telji þeir á þeim brotið. „Það er skilningur á því að það veðri að setjast yfir þessi mál, en það er tímafaktorinn. Nú erum við búin að vera á tíundu viku í verkfalli og þessu verður að fara að ljúka. Og ef þetta þarf til þá verðum við einfaldlega að slá í klárinn og fá úr þessu skorið helst í gær, en vonandi í dag,“ segir hún.Sigurður G. Guðjónsson segist telja kröfur sjómanna raunhæfar. Hins vegar þurfi sömu reglur að gilda yfir alla.vísir/gvaSegir kröfur sjómanna raunhæfar Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist telja kröfur sjómanna hvað varðar skattaafsláttinn vera raunhæfar í samanburði við aðrar stéttir sem njóti ámóta fríðinda. „Það eru stéttir í landinu eins og flugliðar og opinberir starfsmenn sem fá greidda dagpeninga til þess að mæta útgjöldum á ferðalögum eða starfs síns vegna. Og þau útgjöld sem þeir hafa á móti dagpeningum geta verið lægri, og þá er auðvitað um að ræða einhvern tekjuskattskyldan mismun,“ segir Sigurður. „Sjómenn eru hins vegar þannig settir að þeir eiga eiginlega annað heimili úti á sjó og þeir geta ekki smurt með sér eða tekið með sér nesti eða neitt slíkt til þess að spara þessi útgjöld. Þannig að það er í sjálfu sér eðlileg krafa að þeir að minnsta kosti fái svipaða meðferð og aðrar stéttir sem eru í ferðalögum.“ Sigurður segir að lagabreytinga sé þörf – ein og sama reglan þurfi að gilda yfir alla. „Það er auðvitað rétt hjá sjávarútvegsráðherra að það er ekki hægt að setja reglur um það að sjómenn og einhverjar stéttir sem þurfa að ferðast starfs síns vegna að þau þurfi að hafa einhverjar fríar tekjur sem ekki þarf að borga skatt af. Það þarf bara að gilda ein og sama reglan hjá þeim sem þurfa að ferðast,“ segir hann. Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn segja að um réttlætismál sé að ræða Senda frá sér yfirlýsingu. 16. febrúar 2017 08:52 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Mikilvægt er að fá strax úr því skorið hvort sjómenn eigi í raun rétt á að fá greidda dagpeninga skattfrjálst, líkt þeir þeir hafa krafist. Meira þarf til en almenna greiningu stjórnvalda á þessum málum og þau þurfa að bregðast skjótt við. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Bítið. Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna funduðu bæði með ríkissáttasemjara og sjávarútvegsráðherra í gær vegna kjaradeilu þeirra. Heiðrún Lind segir að búið sé að semja um öll mál, nema hvað varðar skattaafslátt á fæðispeningum.Jákvætt að skoða skattkerfið – en ekki nóg „Við áttum fínan fund í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar lagði ráðherra fram tillögu um almenna skoðun og greiningu á fæðis- og dagpeningum á almennum vinnumarkaði og þeirri skoðun yrði lokið í apríl. Það er jákvætt að skoða á hverjum tíma hvernig skattkerfið fer með einstaklingana en það hins vegar hjálpar ekki þessari deilu að fara í svona almenna skoðun,“ segir Heiðrún Lind. Það dugi þó ekki til. „Það þarf að koma meira til. Við erum sérfræðingar í kjaramálum sjómanna sem sitjum við samningaborðið. Inni í ráðuneytum eru sérfræðingar í skattalegum málefnum og ég trúi ekki öðru en að við getum komist að því nokkuð fljótt og örugglega hvort sjómenn hafi á réttu að standa eða ekki um þetta og að farið sé með dagpeninga þeirra eins og annarra starfsstétta í landinu.“ Heiðrún Lind segist skilja gremju sjómanna, enda telji þeir á þeim brotið. „Það er skilningur á því að það veðri að setjast yfir þessi mál, en það er tímafaktorinn. Nú erum við búin að vera á tíundu viku í verkfalli og þessu verður að fara að ljúka. Og ef þetta þarf til þá verðum við einfaldlega að slá í klárinn og fá úr þessu skorið helst í gær, en vonandi í dag,“ segir hún.Sigurður G. Guðjónsson segist telja kröfur sjómanna raunhæfar. Hins vegar þurfi sömu reglur að gilda yfir alla.vísir/gvaSegir kröfur sjómanna raunhæfar Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist telja kröfur sjómanna hvað varðar skattaafsláttinn vera raunhæfar í samanburði við aðrar stéttir sem njóti ámóta fríðinda. „Það eru stéttir í landinu eins og flugliðar og opinberir starfsmenn sem fá greidda dagpeninga til þess að mæta útgjöldum á ferðalögum eða starfs síns vegna. Og þau útgjöld sem þeir hafa á móti dagpeningum geta verið lægri, og þá er auðvitað um að ræða einhvern tekjuskattskyldan mismun,“ segir Sigurður. „Sjómenn eru hins vegar þannig settir að þeir eiga eiginlega annað heimili úti á sjó og þeir geta ekki smurt með sér eða tekið með sér nesti eða neitt slíkt til þess að spara þessi útgjöld. Þannig að það er í sjálfu sér eðlileg krafa að þeir að minnsta kosti fái svipaða meðferð og aðrar stéttir sem eru í ferðalögum.“ Sigurður segir að lagabreytinga sé þörf – ein og sama reglan þurfi að gilda yfir alla. „Það er auðvitað rétt hjá sjávarútvegsráðherra að það er ekki hægt að setja reglur um það að sjómenn og einhverjar stéttir sem þurfa að ferðast starfs síns vegna að þau þurfi að hafa einhverjar fríar tekjur sem ekki þarf að borga skatt af. Það þarf bara að gilda ein og sama reglan hjá þeim sem þurfa að ferðast,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn segja að um réttlætismál sé að ræða Senda frá sér yfirlýsingu. 16. febrúar 2017 08:52 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08