Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2017 15:42 Ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur alfarið hafnað bótaskyldu í máli áströlsku hjónanna David og Gail Wilson sem týndust í sjö klukkutíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins við Langjökul í byrjun árs. Þetta staðfestir lögmaður hjónanna, Árni Helgason, í samtali við Vísi. Árni hafði sent Mountaineers of Iceland erindi þar sem óskað var eftir afstöðu fyrirtækisins til greiðslu bóta sem myndi ná yfir tjón hjónanna og miskabætur vegna þeirrar erfiðu reynslu sem þau urðu fyrir. Árni segir málið í vinnslu og er stefnt á því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun.David Wilson sagði í samtali við RÚV skömmu eftir þessa raun að hann hefði rekið sig í takka á vélsleðanum sem varð til þess að hann drap á sér. Hann kom vélsleðanum ekki aftur í gang og sagðist ekki hafa fengið leiðsögn í því. Hann reyndi að gera leiðsögumanni viðvart en án árangurs. Þau biðu eftir leiðsögumanni í tvo og hálfan tíma en án árangurs. David tókst síðan að koma vélsleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn. Voru þau afar reið vegna vinnubragða fyrirtækisins og taldi David réttast að loka því. Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt hefði verið fært í stílinn hjá hjónunum og sagði þau hafa farið þvert á reglur sem þeim voru kynntar í upphafi ferðar. Tengdar fréttir Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Æskilegt að setja öryggisviðmið sem ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara eftir Ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í ævintýraferðum er ekki skylt að fara eftir neinum samræmdum reglum um öryggisatriði. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur mikilvægt að setja slíkar reglur. 7. janúar 2017 20:02 Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland hefur alfarið hafnað bótaskyldu í máli áströlsku hjónanna David og Gail Wilson sem týndust í sjö klukkutíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins við Langjökul í byrjun árs. Þetta staðfestir lögmaður hjónanna, Árni Helgason, í samtali við Vísi. Árni hafði sent Mountaineers of Iceland erindi þar sem óskað var eftir afstöðu fyrirtækisins til greiðslu bóta sem myndi ná yfir tjón hjónanna og miskabætur vegna þeirrar erfiðu reynslu sem þau urðu fyrir. Árni segir málið í vinnslu og er stefnt á því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun.David Wilson sagði í samtali við RÚV skömmu eftir þessa raun að hann hefði rekið sig í takka á vélsleðanum sem varð til þess að hann drap á sér. Hann kom vélsleðanum ekki aftur í gang og sagðist ekki hafa fengið leiðsögn í því. Hann reyndi að gera leiðsögumanni viðvart en án árangurs. Þau biðu eftir leiðsögumanni í tvo og hálfan tíma en án árangurs. David tókst síðan að koma vélsleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn. Voru þau afar reið vegna vinnubragða fyrirtækisins og taldi David réttast að loka því. Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt hefði verið fært í stílinn hjá hjónunum og sagði þau hafa farið þvert á reglur sem þeim voru kynntar í upphafi ferðar.
Tengdar fréttir Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Æskilegt að setja öryggisviðmið sem ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara eftir Ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í ævintýraferðum er ekki skylt að fara eftir neinum samræmdum reglum um öryggisatriði. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur mikilvægt að setja slíkar reglur. 7. janúar 2017 20:02 Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01
Æskilegt að setja öryggisviðmið sem ferðaþjónustufyrirtæki þurfi að fara eftir Ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfa sig í ævintýraferðum er ekki skylt að fara eftir neinum samræmdum reglum um öryggisatriði. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur mikilvægt að setja slíkar reglur. 7. janúar 2017 20:02
Segja leiðsögumenn hafa metið aðstæður á Langjökli ágætar Tveir ferðamenn urðu viðskila við hópsinn á Langjökli þegar ákveðið var að snúa við vegna veðurs. 6. janúar 2017 08:11