Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. janúar 2017 20:01 Gaila og David Wilson Vísir/Skjáskot Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar. Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Áströlsk hjón sem leitað var í gær eftir að þau urðu viðskila við vélsleðahóp óttuðust að þau yrðu úti. Um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að hjónunum í gær. Þau vanda ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland ekki kveðjuna, en lagt var upp í vélsleðaferðina þrátt fyrir stormviðvörun. David og Gaila Wilson voru í skipulagðri vélslseðaferð á vegum Mountaineers of Iceland þegar slokknaði á vélsleða þeirra hjóna. Þau biðu eftir því að leiðsögumaðurinn uppgötvaði að þau hefðu orðið eftir en án árangurs. Wilson hjónin voru í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Samkvæmt David hafði þeim verið sagt að ef einhver yrði viðskila við hópinn ætti viðkomandi að bíða og að leiðsögumaður myndi koma eftir fimm til tíu mínútur. Eftir að leiðsögumaður hafi gengið á röðina segist David hafa rekið sig í takka og drepið á vélsleðanum. Hann hafi reynt að gera leiðsögumanninum viðvart en án árangurs. Hjónin biðu eftir leiðsögumanninum í tvo og hálfan klukkutíma en án arangurs.Grófu sig í fönn Að endingu tókst David að koma vélsleðanuma ftur í gang. Þau hafi séð vélsleðaslóðina og ákveðið að reyna að fylgja henni. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin. Þau hafi þá ákveðið að grafa sig í fönn. „Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ sagði David í samtali við RÚV. Hvarf hjónanna uppgötvaðist um þrjúleytið og voru björgunarsveitir kallaðar út rúmlega hálf fjögur. Þau segjast bæði hafa verið mjög óttasleginn og segjast ekki skilja hvers vegna ákveðið var að leggja upp í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. „Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ sagði David, sem finnst einnig undarlegt að þeim hafi ekki verið kennt að gangsetja sleðann.Eins og slæmur draumur Þau segja að ástandið hafi verið bærilegt á meðan þau grófu sig í fönn en þegar þau sátu og biðu eftir að vera bjargað hafi þeim ekki litist á blikuna. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að gerast. Síðan fór hugurinn að spila með mann: Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?,“ sagði David. „Þetta er bara eins og slæmur draumur, ég óttast að vakna þarna í fönninni aftur,“ segir Gaila. David segist einnig furða sig á því hvers vegna fyrirtækið hafi ekki farið með þau hjónin á sjúkrahús. Þau hafi sjálf farið í dag og borgað töluverða upphæð. Hjónin segjast þó þakklát björgunarsveitarfólkinu sem kom þeim til bjargar.
Tengdar fréttir Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01 Vélsleðamanna leitað á Langjökli Tveir urðu viðskila við vélsleðahóp. 5. janúar 2017 16:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Björgunarsveitir fundu parið heilt á húfi Parið sem björgunarveitir Landsbjargar hafa leitað síðan klukkan fimm í dag er fundið. 5. janúar 2017 21:01