Vilja reglugerð um jafnræði í skráningu foreldratengsla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 17:53 Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Alþingi Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
Átta þingmenn Vinstri grænna og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að setja reglugerð um framkvæmd laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Með tillögunni vilja þau tryggja að jafnræði ríki með foreldrum barna og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mæðrum í samkynja hjúskap eða skráðri sambúð er gert að afhenda Þjóðskrá yfirlýsingu um að barn þeirra sé getið með aðstoð tæknifrjóvgunar, annars er einungis sú kona skráð foreldri sem elur barnið. „Þessi krafa er ekki gerð til gagnkynhneigðs fólks í hjúskap eða skráðri sambúð sem hefur notið atbeina tæknifrjóvgunar við barnsgetnað og verður þessi framkvæmd því til þess að fólki er mismunað á grundvelli kynferðis,“ segir í greinargerð. „Samkvæmt hinni svokölluðu „pater est“-reglu er gengið út frá því sem vísu að eiginmaður eða sambúðarmaður konu sem elur barn sé faðir þess. Af augljósum náttúrulegum ástæðum er ekki hægt að ganga út frá þessu þegar tvær konur eru í hjónabandi eða sambúð og parinu fæðist barn.“ Þar segir jafnframt að ætlunin með tillögunni sé ekki að rýra rétt einstaklinga til að öðlast vitneskju um uppruna sinn, en að furðumikill ósveigjanleiki sé að gera þá kröfu til samkynhneigðra kvenna að þær sanni aðild tæknifrjóvgunar að gegnaði barnsins. Málum sé háttað svo að fjöldi gagnkynhneigðra einstaklinga í hjónabandi eða sambúð nýti sér einnig tæknifrjóvgun til að geta börn en þurfa ekki að standa skil á upplýsingum um uppruna erfðaefnis þeirra. „Þar sem Þjóðskrá Íslands hefur ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu þótt undan því hafi verið kvartað og ekki verður fallist á það sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hennar hálfu að nauðsynlegt sé að breyta barnalögum til þess að hverfa megi frá mismununinni er lagt til að dómsmálaráðherra taki málið í sínar hendur og láti útbúa reglugerð sem bindi enda á þá mismunun sem mæður í samkynja hjúskap eða sambúð þurfa nú að þola af hendi Þjóðskrár Íslands. “ Flutningsmenn tillögunnar eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Björn Leví Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.
Alþingi Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira