Febrúarspá Siggu Kling – Ljónið: Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku ljónið mitt, það er ekki hægt að segja að þú sért karakterlaus, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig. Þú átt það til að bjóða dramanu heim og það getur verið svo erfitt. Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa, því að í hvert skipti sem þú talar um erfiðleika og álag sem þú hefur lent í, þá færð þú meira af því. Þú ert sérstaklega sterkur karakter og gætir átt von á því núna að afla mikilla peninga, en það er í eðli þínu að eyða þeim jafn harðan. Svo að þú skalt hugsa vandlega um hvaða leið þig langar virkilega að fara. Það býr í raun svo mikil umhyggjusemi í hjarta þínu, og þú vilt svo rosalega vel svo þú getur, bæði í sambandi við tíma, peninga og tilfinningar, gefið meira en þú átt. Þá líður þér eins og hvirfilvindur hafi farið í gegnum sálina þína. Það er svo mikilvægt fyrir þig að velja þér að maka sem dáist að þér og klappar jörðinni sem þú gengur á, það er ekki til í þér að vera svikult ljón. Þú myndir aldrei þola óheiðarleika og undirferli í ástamálum. Þar af leiðandi er þetta eina leiðin þín, að velja þér ástargyðju eða ástarprins, þar sem þeirri persónu finnst þú vera miðpunktur jarðarinnar. Þetta er akkúrat mánuðurinn sem að þú átt að sleppa því algjörlega að þrasa. Þú átt að gera allt sem þú getur til að styrkja vináttu og fjölskyldubönd, þá gengur allt sem þú vilt upp og ljónsorkan þín skín svo skært. Í ástamálum fyrir ykkur sem eruð á lausu, skiptir það öllu máli að þér líði vel og að sjálfstraustið sé á góðum stað þegar þú ert að velja þér elskhuga. Ef þér líður eins og innantómum poka þá ertu bara að leita að fyllingu til að þér líði betur. Og það er engin ást í því. Febrúar gefur þér kraft til að byggja upp sjálfstraustið og skapa svo dásamlega mynd af þér að fólk á ekki orð yfir hversu jákvæður hugsanagangur þinn sé. Þetta er mikið tilfinningatímabil og þú ert tilfinningaríkasta merkið. Settu því tilfinningar og ástina fyrst á þitt hjarta, þá færðu aflið til að taka fjölskyldu og vini þína í það ferðalag sem þú vilt fara. Og meðal annars er mjög mikilvægt að þú sért alveg ákveðið í því hvar vinnuorkan þín er, hvort sem það er í skóla, vinnu eða bara heima hjá þér. Eftir því sem skýrari markmið eru hjá þér, þá birtist þér bjartari braut. Mottó – hamingjan býr í ljónsmerkinuFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
Elsku ljónið mitt, það er ekki hægt að segja að þú sért karakterlaus, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig. Þú átt það til að bjóða dramanu heim og það getur verið svo erfitt. Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa, því að í hvert skipti sem þú talar um erfiðleika og álag sem þú hefur lent í, þá færð þú meira af því. Þú ert sérstaklega sterkur karakter og gætir átt von á því núna að afla mikilla peninga, en það er í eðli þínu að eyða þeim jafn harðan. Svo að þú skalt hugsa vandlega um hvaða leið þig langar virkilega að fara. Það býr í raun svo mikil umhyggjusemi í hjarta þínu, og þú vilt svo rosalega vel svo þú getur, bæði í sambandi við tíma, peninga og tilfinningar, gefið meira en þú átt. Þá líður þér eins og hvirfilvindur hafi farið í gegnum sálina þína. Það er svo mikilvægt fyrir þig að velja þér að maka sem dáist að þér og klappar jörðinni sem þú gengur á, það er ekki til í þér að vera svikult ljón. Þú myndir aldrei þola óheiðarleika og undirferli í ástamálum. Þar af leiðandi er þetta eina leiðin þín, að velja þér ástargyðju eða ástarprins, þar sem þeirri persónu finnst þú vera miðpunktur jarðarinnar. Þetta er akkúrat mánuðurinn sem að þú átt að sleppa því algjörlega að þrasa. Þú átt að gera allt sem þú getur til að styrkja vináttu og fjölskyldubönd, þá gengur allt sem þú vilt upp og ljónsorkan þín skín svo skært. Í ástamálum fyrir ykkur sem eruð á lausu, skiptir það öllu máli að þér líði vel og að sjálfstraustið sé á góðum stað þegar þú ert að velja þér elskhuga. Ef þér líður eins og innantómum poka þá ertu bara að leita að fyllingu til að þér líði betur. Og það er engin ást í því. Febrúar gefur þér kraft til að byggja upp sjálfstraustið og skapa svo dásamlega mynd af þér að fólk á ekki orð yfir hversu jákvæður hugsanagangur þinn sé. Þetta er mikið tilfinningatímabil og þú ert tilfinningaríkasta merkið. Settu því tilfinningar og ástina fyrst á þitt hjarta, þá færðu aflið til að taka fjölskyldu og vini þína í það ferðalag sem þú vilt fara. Og meðal annars er mjög mikilvægt að þú sért alveg ákveðið í því hvar vinnuorkan þín er, hvort sem það er í skóla, vinnu eða bara heima hjá þér. Eftir því sem skýrari markmið eru hjá þér, þá birtist þér bjartari braut. Mottó – hamingjan býr í ljónsmerkinuFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira