Vill fá fleiri stelpur fyrir aftan barborðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, barþjónn. vísir/Eyþór „Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
„Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira