Vill fá fleiri stelpur fyrir aftan barborðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, barþjónn. vísir/Eyþór „Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
„Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira