Innlent

Banaslys í svefnskála á Reykjanesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slysið varð í nótt.
Slysið varð í nótt. Vísir
Einn maður lést og annar hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir slys sem átti sér stað hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigur á Reykjanesi í nótt. Mbl.is greindi fyrst frá.

Í samtali við Vísi segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, að mennirnir tveir hafi dvalið í svefnskála sem er tengdur verksmiðjunni og er talið líklegt að gufur hafi borist á milli. Vinnueftirlitið fékk tilkynningu um atvikið um klukkan átta í morgun.

Kristinn segir að sterk og annarleg lykt sé inn í verksmiðjunni en bæði lögregla og starfsmenn Vinnueftirlitsins eru á vettvangi að rannsaka tildrög slyssins.

Starfsemi verksmiðjunnar hefur verið stöðvuð auk vinnu á svæðinu í kring.

Uppfært: 

Upphaflega var greint frá því að fyrirtækið sem um ræddi væri Haustak. Það hefur nú verið leiðrétt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×