Banaslysið á Reykjanesi: Talið að brennisteinsvetnisgas hafi komist í húsnæðið atli ísleifsson skrifar 3. febrúar 2017 17:44 Frá aðgerðum lögreglu á svæðinu. Vísir/Sindri Talið er að brennisteinsvetnisgas hafi komist í húsnæðið þar sem einn maður lést og annar komst í bráða hættu í húsnæði Háteigs við Reykjanesvirkjun í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. Í tilkynningunni segir að fyrstu aðgerðir HS Orku í dag hafi beint að því að tryggja öryggi á svæðinu þar sem fjögur fyrirtæki starfa og aðstoða opinbera aðila við frumrannsókn. Segir að vel hafi gengið að tryggja öryggi á svæðinu. „Rannsókn og aðgerðir í dag hafa miðast við að gastegundir hafi borist úr jarðhitaholu í híbýli mannanna. Aðgerðir voru þannig alfarið bundnar við lokað vatnsveitukerfi á athafnasvæði Reykjanesvirkjunar. Það vatnsveitukerfi er ótengt og alveg óháð vatnsveitu til almennings á Suðurnesjum. HS Orka þakkar öllum þeim aðilum sem komu að aðgerðum í dag og mun starfa náið þeim opinberu aðilum sem fara með rannsókn málsins. Hún mun leiða fram mikilvægar upplýsingar og varpa ljósi á hvað nákvæmlega olli slysinu. Hugur starfsmanna HS Orku er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum hins látna,“ segir í tilkynningunni, en hinn látni var starfsmaður Háteigs. Fyrstu fregnir af málinu sögðu frá því að sterk og annarleg lykt væri í húsnæði fyrirtækisins en í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram að gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu. Fyrirtækið er ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum, Stolt Farm Seafood og fiskþurrkuninni Haustak, á svæðinu við Reykjanesvirkjun sem er í eigu HS Orku. Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39 Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Talið er að brennisteinsvetnisgas hafi komist í húsnæðið þar sem einn maður lést og annar komst í bráða hættu í húsnæði Háteigs við Reykjanesvirkjun í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. Í tilkynningunni segir að fyrstu aðgerðir HS Orku í dag hafi beint að því að tryggja öryggi á svæðinu þar sem fjögur fyrirtæki starfa og aðstoða opinbera aðila við frumrannsókn. Segir að vel hafi gengið að tryggja öryggi á svæðinu. „Rannsókn og aðgerðir í dag hafa miðast við að gastegundir hafi borist úr jarðhitaholu í híbýli mannanna. Aðgerðir voru þannig alfarið bundnar við lokað vatnsveitukerfi á athafnasvæði Reykjanesvirkjunar. Það vatnsveitukerfi er ótengt og alveg óháð vatnsveitu til almennings á Suðurnesjum. HS Orka þakkar öllum þeim aðilum sem komu að aðgerðum í dag og mun starfa náið þeim opinberu aðilum sem fara með rannsókn málsins. Hún mun leiða fram mikilvægar upplýsingar og varpa ljósi á hvað nákvæmlega olli slysinu. Hugur starfsmanna HS Orku er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum hins látna,“ segir í tilkynningunni, en hinn látni var starfsmaður Háteigs. Fyrstu fregnir af málinu sögðu frá því að sterk og annarleg lykt væri í húsnæði fyrirtækisins en í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram að gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu. Fyrirtækið er ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum, Stolt Farm Seafood og fiskþurrkuninni Haustak, á svæðinu við Reykjanesvirkjun sem er í eigu HS Orku.
Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39 Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39
Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55