Ástandið ekki boðlegt á Landspítalanum: „Hvar er Vinnueftirlitið?“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 18:59 Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann. Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann.
Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07