Ástandið ekki boðlegt á Landspítalanum: „Hvar er Vinnueftirlitið?“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 18:59 Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann. Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann.
Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07