Ástandið ekki boðlegt á Landspítalanum: „Hvar er Vinnueftirlitið?“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 18:59 Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann. Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Mikið álag er á bráðastarfsemi Landspítalans. Flensa og veirupestir setja strik í reikninginn en fyrst og fremst snýst málið um plássleysi og skort á starfsfólki. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga við spítalann, segir brýnt að allir geri sér grein fyrir að hin reglulega, skipulega starfsemi spítalans gangi vel en staðan í bráðaþjónustunni sé þung. „Aðal ástæðan fyrir að við erum í þessum vanda er að allt árið er fimmtíu til hundrað manns hjá okkur sem hafa lokið meðferð og eiga í sjálfu sér ekki að vera á spítalanum. Það þarf að bæta meðferðina fyrir þetta fólk. Mest er þetta aldrað fólk og það er skömm að því að heilbrigðiskerfið skuli ekki sinna þessu sómafólki betur en gert er í dag.” Ólafur segir einnig þurfa að bæta mönnun en það vantar hundrað hjúkrunarfræðinga við spítalann. Hann segir ástandið ekki boðlegt starfsfólki þótt það geri allt sem það getur til að halda sjó og margvísleg verkefni séu í gangi til að gæta öryggis.En er hættustigið meira en venjulega? „Já. Þegar álagið er svona mikið er óhjákvæmilega meiri líkur á mistökum,” segir Ólafur.Myndin er samsett.Vísir/Tómas Guðbjartsson/PjeturTómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir við spítalann, hefur undanfarna daga deilt myndum af ástandinu á facebook-síðu sinni. Hann segir ástandið hafa lengi verið grafalvarlegt. „Það eru sjúklingar inn á kaffistofum, biðstofum og göngum. Þetta er bókstaflega hættulegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir sjúklinga og getur stofnað öryggi þeirra í hættu, ef eitthvað kemur upp á, til dæmis eldur.” Tómas segir ástandið ekki heldur boðlegt starfsfólki. „Ég spyr hvar er Vinnueftirlitið, Brunaeftirlitið og hvar er Landlæknir sem á að tryggja gæði þeirra þjónustu sem veitt er á Íslandi?” Tómas starfaði í mörg ár sem læknir í Svíþjóð þar sem öðruvísi er tekið á hlutunum. „Þar eru dagssektir á sjúkrahúsum fyrir gangainnlagnir, til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þetta er ósómi í íslensku heilbrigðiskerfi,” segir hann.
Tengdar fréttir Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Brugðist við neyðarástandi með því að útskrifa sjúklinga Skortur á hjúkrunarfræðingum og flensan óvenju slæm. 4. febrúar 2017 12:07