Drengur sem vistaður var á Efra-Seli var látinn éta upp eigin ælu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 19:30 Frá jólahaldi á Kópavogshæli en á árunum 1957 til 1964 voru börn vistuð á Efra-Seli við Stokkseyri var eins konar útibú hælisins. vísir/gva Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Við vinnslu skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli var rætt við átta manns úr hópi þeirra sem vistuð voru á hælinu og gátu þau tjáð sig með beinum hætti um vistun sína þar. Einn þeirra lýsti mjög erfiðri vist frá 7 ára aldri á Efra-Seli og sagðist hafa lagt mikið á sig til að gleyma þessum tíma. Efra-Sel var nokkurs konar útibú Kópavogshælis en bærinn var við Stokkseyri. Börn voru vistuð þar frá árinu 1957 til 1964. Í viðtali við nefndina sagði maðurinn að hann hafi „tekið það mjög nærri sér alla tíð að hafa verið talinn þroskahamlaður enda ekkert sem staðfesti það. Hefði honum liðið hræðilega illa á Efra-Seli þar sem hann hefði alls ekki átt að vera vistaður á „einhverju fávitahæli,““ eins og segir í skýrslu nefndarinnar.Verri dvöl en á Breiðavík Maðurinn kvaðst hafa verið uppátækjasamur og var honum refsað af forstöðumanni Efra-Sels ef hann gerði eitthvað sem honum mislíkaði. Refsingin hafi oftast falist í því að hann hafi verið lokaður niðrí í dimmum kjallara tímunum saman og var hann mjög hræddur við forstöðumanninn. Einnig voru hann og aðrir beittir matarrefsingum: „ég hef aldrei borðað síld … ég ældi þessu, ég var látinn éta æluna upp þrisvar, fjórum, fimm, sinnum niðri í kjallara, svona var meðferðin á okkur þarna … þarna verður þú þar til diskurinn er orðinn tómur, var stundum að dunda við að éta upp æluna í þrjá til fjóra tíma.“ Þá fékk sá sem mætti of seint í matinn ekki neitt að borða. „X sagðist líka hafa verið á Breiðavík og fleiri stöðum sem ekki hefðu verið mikið betri. X sagði frá því að líkamlegt ofbeldi hefði verið miklu meira á Breiðavík en bætti svo við: „meðferðin á krökkunum á Efra-Seli var verri en á Breiðavík …það mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef að þess þurfti, það mátti berja þá ef að þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl … ég upplifði mig [eins og] einskis virði ... það var allt brotið niður fyrir manni.““Skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30 Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Sláandi lýsingar á daglegu lífi á Kópavogshæli: „Þarna kynntist ég meiri mannlegri niðurlægingu en mig hafði órað fyrir“ Vistmenn voru í spennitreyju undir fötunum og tennur voru dregnar úr fólki í stað þess að gera við þær. 7. febrúar 2017 19:30
Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu. 7. febrúar 2017 16:29