Erfið staða á leigumarkaði: Ráðlagt að fara á gistiheimili með börnin Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 19:30 Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“ Húsnæðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að verða sér úti um leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu og nú. Einstæðri móður á leigumarkaði var ráðlagt af starfsfólki Félagsbústaða að fara með börn sín, tveggja og fjögurra ára, á gistiheimili þegar hún missir húsnæði sitt um mánaðarmótin. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og nýlega kom fram að byggja þarf að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Þessi húsnæðisskortur kemur einna verst niður á fólki á leigumarkaði. Leiguverð hefur hækkað mikið og framboðið er lítið.Fimm svör við hundrað póstum „Mér fannst þetta erfitt fyrir ári síðan, en þetta er miklu verra núna. Planið var að íbúðin sem ég er í núna yrði í langtímaleigu en svo fékk ég að vita í lok desember að hún yrði sett á sölu. Tveimur vikum síðar var hún seld og verður afhent núna um mánaðarmótin,“ segir Þórhildur Löve. Hún á tvö börn, tveggja og fjögurra ára. Þrátt fyrir að geta borgað tvö hundruð þúsund krónur á mánuði í leigu, og vera með tryggingu upp á hálfa milljón, gengur ekkert að finna íbúð. „Ég held ég hafi fengið undir fimm svörum við kannski hundrað póstum. Þá eru svörin að íbúðin sé leigð. Þeir sem ég hef farið að skoða hjá segja mér að þeir fái hundrað til tvö hundruð pósta við auglýsingunni. Þeir hafa ekki við því að svara, þeir hafa ekki einu sinni við því að lesa þetta allt saman. Þetta er bara orðið bilun,“segir Þórhildur.Ráðlagt að fara á gistiheimili Fjölskyldan er á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsbústöðum en þrátt fyrir það gæti hún þurft að bíða eftir félagslegri íbúð í marga mánuði, jafnvel ár. „Svarið sem ég fékk um daginn var að ég þyrfti bara að fara á gistiheimili. Á ég að fara á gistiheimili með tveggja og fjögurra ára gömul börn? Hver ætlar að borga geymslu fyrir búslóðina og gistiheimilið?,“ segir hún. Leitar að húsnæði í fæðingarorlofi Eydís Björk Ólafsdóttir er í svipaðri stöðu. Hún er einstæð með tvö börn en missir húsnæði sitt, sem hún leigir með tveimur öðrum, í vor. Hún er líka með tryggingu upp á nokkur hundruð þúsund og mánaðarlega greiðslugetu upp á 200 þúsund. „Ég er búin að vera að leita, hafa augun opin, skoða og auglýsa og það er bara ekkert. Ég finn bara ekki neitt og ég þarf að vera komin út hérna eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Eydís.Erfitt að rífa börnin úr skóla „Ég er með dóttur mína hér í skóla, og ég vil síður taka hana úr honum því henni líður vel þar. Svo er ég með sjö mánaða dreng og ég get ekki sótt um leikskóla því ég veit ekki hvar ég enda.“ Hún segir ástandið valda sér miklum kvíða. „Ég er mjög stressuð og ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Það fyrsta sem ég geri þegar ég vakna á morgnanna er að fara og skoða hvort það séu komnar einhverjar nýjar auglýsingar, en svo fær maður engin svör þegar maður finnur eitthvað. Bara að íbúðin sé farin.“
Húsnæðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira