Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru sem sagt ekki launin mín til framtíðar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 20:20 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra. Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Þetta segir hún á Facebook síðu sinni sem viðbragð við frétt Stundarinnar frá í dag þar sem segir að Theodóra fái greiddar alls 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi á landsvísu og sveitarstjórnarstigi og fyrir setu í stjórn Isavia. Theodóra segir skýringuna vera þá að þingmönnum beri að skrá nefndarstörf í hagsmunaskráningu þingsins fyrir 6. janúar. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar verið kynnt þann 10. Janúar og í ljósi þess hve mikill óvissa hafi verið um myndun ríkisstjórna og um hvort mögulega yrði kosið aftur hafi hún geymt að segja sig úr nefndum. Hún hafi því skráð allar nefndir og stjórnir sem hún var í í hagsmunaskráningu. „Ég taldi að annað væri óábyrgt,“ skrifar Theodóra. „Nú þegar ljóst er að ekki verður kosið aftur til þings á næstunni þá mun ég klárlega draga mig úr nefndarstörfum og segja mig úr stjón Isavia.“Segir hækkun á þingfarakaupi galna Hún segist þó vilja klára kjörtímabilið sem fulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs, enda hafi hún verið kjörin til fjögurra ára. „Á þeim tíma sem ég var kjörin til sveitarstjórnar 2014 þá sinnti ég einnig 100% starfi á sama tíma, rétt eins og fjölmargir aðrir.“ Hún segir þá tölu sem kemur fram á vef Stundarinnar því ekki vera laun hennar til framtíðar. „Hins vegar er það þannig að mér finnst þessi hækkun á þingfarakaupi galin. Allt, allt of mikil hækkun, það hef ég sagt upphátt. Launahækkun sem kom til eftir að við vorum kjörin á þing. Kjör þingmanna eru reyndar mjög óljós og gegnsæið ekki mikið. Það vil ég endurskoða.“ Í samtali við Stundina segir Theodóra að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn,“ segir Theodóra.
Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira