Gerðu kröfu um að Lilja yrði formaður Sveinn Arnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Líklegt þykir að formennska allra fastanefnda Alþingis verði í höndum stjórnarmeirihlutans á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn setti þá kröfu að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins vildi stjórnarandstaðan ekki una og varð þess valdandi að upp úr slitnaði milli stjórnar og stjórnarandstöðu um formennsku þingnefnda. Sterkasta staða stjórnarandstöðu í sögu þingsins var á síðasta kjörtímabili. Þá átti stjórnarandstaðan tvo formenn fastanefnda og fjóra varaformenn. Síðustu daga hafa flokkarnir á þingi reynt að koma sér saman um hvernig málum skuli háttað á þessu þingi. Minnihlutinn vildi sættast á formennsku í þremur nefndum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Viðreisn og Björt framtíð ekki uppi skilyrði um að handvelja formenn stjórnarandstöðunnar. Aðeins hafi verið uppi skilyrði meðal Sjálfstæðisflokks um hvaða stjórnarandstöðuþingmenn mættu taka sér formennsku.Birgir Ármannsson„Miðað við fjölda þingmanna stjórnarandstöðu vildum við fjóra formenn í fastanefndum en stjórnin sagði fyrst að við fengjum bara tvo,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Það reyndar kom á daginn að við sammæltumst um að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum. Síðan verður það krafa að stjórnarflokkarnir handpikka fólk og flokka í formennsku nefnda og það strandaði á því.“Stóðu „ákveðin kjör til boða“Á þingi starfa átta fastanefndir og jafnmargar alþjóðanefndir. Búið var að ganga frá skipun í alþjóðanefndir þingsins og gaf Björt framtíð eftir þrjú sæti í alþjóðanefndum þingsins til stjórnarandstöðunnar til að liðka fyrir samningum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Við gáfum eftir okkar sæti þar og var okkar skilningur sá að þetta væri hluti af heildarpakkanum,“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Birgir Ármannsson staðfestir að það hafi verið skilyrði Sjálfstæðisflokksins að Lilja Alfreðsdóttir yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. „Það má segja að boltinn hafi verið hjá stjórnarandstöðu. Að henni stæðu ákveðin kjör til boða ef svo má segja. Við hefðum verið til í að gefa eftir og héldum því opnu þangað til nefndarfundir hófust í gærmorgun. Stjórnarandstaðan hafnaði því og þá auðvitað verðum við að setja okkar fólk til þessara verka til að nefndir geti hafið störf með eðlilegum hætti,“ segir Birgir.Oddný HarðardóttirHert eftirlit og hækka orlofsgreiðslurRíkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar að leggja fram 101 mál á komandi vori í formi lagafrumvarpa, þingsályktana eða skýrslna. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu meðal annars herða eftirlit með steranotkun, flýta för hælisleitenda úr landi og hækka lágmarksupphæð fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt. Samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu er sagt mjög stirt eftir samningaviðræður síðustu daga. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var dreift eftir stefnuræðu forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag. Kemur þar fram að flest lagafrumvörp koma frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra en fæst málin frá Bjarna Benediktssyni. Sigríður Andersen ætlar að herða eftirlit og takmarka aðgang að efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni og flýta för þeirra hælisleitenda úr landi sem koma að tilhæfulausu til landsins. Þorsteinn Víglundsson mun meðal annars flytja lagafrumvörp um jafnlaunavottun fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn og hækka lágmarksfjárhæð fæðingarorlofs. Lenging fæðingarorlofsins bíður betri tíma að mati ráðherrans. „Niðurstaðan er að fyrsta skrefið hljóti að vera að hækka greiðslur, enda stórir hópar, einkum karlar, sem telja sér ekki fært að taka neitt orlof. Lenging orlofsins nýtur ekki sama forgangs hjá ráðherra félags- og jafnréttismála og sú brýna þörf sem er á því að tryggja börnum samvistir við foreldra sína á fyrstu mánuðunum,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent