Munu ekki fá úr því skorið hvort slökkt var á síma Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2017 14:00 Lögreglan fékk ýmsar mikilvægar upplýsingar fyrir rannsókn málsins með því að skoða gögn tengd farsíma Birnu. vísir/fréttablaðið Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa undir höndum gögn úr farsímum mannanna tveggja sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þau hafi hins vegar ekki komið að notum við að kortleggja ferðir rauða bílsins sem þeir höfðu á leigu á nokkurra klukkustunda tímabili laugardagsmorguninn 14. janúar svo lögreglan er litlu nær um hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30. Sími Birnu er ekki fundinn segir Grímur. Þá mun lögreglan aldrei komast að því hvort að slökkt hafi verið á símanum handvirkt eða hann orðið batteríislaus en á fyrri blaðamannafundi lögreglunnar mánudaginn 16. janúar kom fram að slökkt hefði verið handvirkt á honum. Síðar sagði lögreglan að ekki væri hægt að fullyrða að það hafi verið gert en spurður nánar út í þetta segir Grímur að í raun muni aldrei fást úr því skorið hvort slökkt hafi verið á símanum eða hann orðið rafmagnslaus. „Við munum ekkert vita það því það er ákveðið merki sem síminn sendir frá sér þegar maður slekkur á honum og hann yfirgefur kerfið. Það er svo í raun sama merki sem síminn sendir frá sér þegar hann er að verða rafmagnslaus þannig að þetta var misskilningur hjá okkur þarna í upphafi að það væri hægt að sjá þetta,“ segir Grímur. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa undir höndum gögn úr farsímum mannanna tveggja sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. Þau hafi hins vegar ekki komið að notum við að kortleggja ferðir rauða bílsins sem þeir höfðu á leigu á nokkurra klukkustunda tímabili laugardagsmorguninn 14. janúar svo lögreglan er litlu nær um hvert bílnum var ekið á milli klukkan 7 og 11:30. Sími Birnu er ekki fundinn segir Grímur. Þá mun lögreglan aldrei komast að því hvort að slökkt hafi verið á símanum handvirkt eða hann orðið batteríislaus en á fyrri blaðamannafundi lögreglunnar mánudaginn 16. janúar kom fram að slökkt hefði verið handvirkt á honum. Síðar sagði lögreglan að ekki væri hægt að fullyrða að það hafi verið gert en spurður nánar út í þetta segir Grímur að í raun muni aldrei fást úr því skorið hvort slökkt hafi verið á símanum eða hann orðið rafmagnslaus. „Við munum ekkert vita það því það er ákveðið merki sem síminn sendir frá sér þegar maður slekkur á honum og hann yfirgefur kerfið. Það er svo í raun sama merki sem síminn sendir frá sér þegar hann er að verða rafmagnslaus þannig að þetta var misskilningur hjá okkur þarna í upphafi að það væri hægt að sjá þetta,“ segir Grímur. Birnu var saknað í átta daga eða allt síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og þar til lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan staðfesti í gær að ljóst væri af rannsókn réttarmeinafræðings að Birnu hefur verið ráðinn bani en vill að öðru leyti ekki tjá sig um niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00 Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Ekki liggur fyrir játning í máli tveggja skipverja sem sakaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þriðji skipverjinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpu sem hann gleymdi í rauða Kia Rio bílnum. 26. janúar 2017 07:00
Telja að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra á laugardagsmorgninum Engar yfirheyrslur áætlaðar í dag yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 26. janúar 2017 11:11