Ætlar að endurskoða undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2017 13:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. vísir/eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi þar sem ákvæði búvörulaga um undanþágur mjólkuriðnaðarins frá ákvæðum samkeppnislaga verða endurskoðuð. Þá verða jafnframt endurskoðaðar leiðir vegna úthlutunar tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur auk þess sem kveðið verður á um tæknilegar breytingar vegna framkvæmda við búvörusamninga. Ráðherra segir að markmiðið með frumvarpinu sé að reyna að finna lausn sem kemur neytendum best. „Það eru þessir tveir þættir sem snerta tollkvótana á innflutningi á ákveðnum vörum sem hafa verið í tilteknum tollflokki og síðan er það mjólkuriðnaðurinn og hvort hann eigi að fara allur eða að hluta undir samkeppnislög. Ég er búin að setja þessi mál í ferli og ég stefni að því að vera tilbúin með tollkvótana allavega fyrir sumarið og fyrirkomulagið varðandi þá,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Markmiðið að lækka vöruverð og auka vöruúrvalÍ september 2015 undirrituðu Ísland og ESB nýjan samning um tollkvóta á landbúnaðarvörum en hann mun að öllum líkindum ekki taka gildi fyrr en í mars/apríl á þessu ári. Með samningnum eykst mjög það magn sem flytja má inn af ýmsum landbúnaðarvörum, til að mynda fer kvótinn fyrir osta úr samtals 100 tonnum í 610 tonn eigi síðar en eftir fjögur ár. Félag atvinnurekenda hefur harðlega gagnrýnt fyrirkomulagið við úthlutun tollkvóta en kvótinn er nú boðinn upp oftar en einu sinni á ári. Að mati félagsins er þessi breyting ekki til hagsbóta fyrir neytendur þar sem líklegt er að hún stuðli að hækkun á verði innfluttra búvara. Þorgerður Katrín segir að varðandi endurskoðun á leiðum við úthlutun kvótanna þá blasi við að engin ein lausn sé skynsamlegust. „Þegar ég segi það þá er ég að tala út frá sjónarhóli neytenda. Við vinnum út frá því að reyna að finna þá lausn sem hentar neytandanum best og kemur sér sem best fyrir hann bæði með tilliti til lægra vöruverðs og auknu vöruúrvali.“Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. MS skaut málinu til áfrýjunarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki brotið lög.Vísir/PjeturOf snemmt að segja til um hvort undanþágur frá samkeppnislögum verði afnumdar Hvað varðar undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum segir Þorgerður Katrín enn of snemmt að segja til um það hvort þær verði afnumdar að öllu leyti eða að hluta. Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína er fyrirtækið seldi keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Niðurstaðan varð sú að MS hefði ekki brotið lög og var sektin lækkuð um 440 milljónir króna. Aðrir hagsmunaaðilar komi að málinu Keppinautar MS gagnrýndu þessa niðurstöðu mjög, eins og gefur að skilja, og þá hyggst Samkeppniseftirlitið stefna MS fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu ti MS. Þorgerður segir að verið sé að fara yfir gögn er varða undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum samkvæmt búvörulögum en gögnin hafa meðal annars verið unnin á vegum þingsins og í ráðuneytinu. „Við munum skoða þetta vel og vinna þetta þannig að aðrir hagsmunaaðilar komi að þessu, neytendur, framleiðendur og verslunin. Aðalatriðið er að allir þeir sem koma að þessu máli átti sig á því að mitt markmið, bæði varðandi tollkvótann og samkeppnismálin, að niðurstaðan verði neytendum til góða,“ segir Þorgerður Katrín. Búvörusamningar Tengdar fréttir KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00 „Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24 Samkeppniseftirlitið ætlar að höfða dómsmál gegn MS Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS. 25. nóvember 2016 16:13 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi þar sem ákvæði búvörulaga um undanþágur mjólkuriðnaðarins frá ákvæðum samkeppnislaga verða endurskoðuð. Þá verða jafnframt endurskoðaðar leiðir vegna úthlutunar tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur auk þess sem kveðið verður á um tæknilegar breytingar vegna framkvæmda við búvörusamninga. Ráðherra segir að markmiðið með frumvarpinu sé að reyna að finna lausn sem kemur neytendum best. „Það eru þessir tveir þættir sem snerta tollkvótana á innflutningi á ákveðnum vörum sem hafa verið í tilteknum tollflokki og síðan er það mjólkuriðnaðurinn og hvort hann eigi að fara allur eða að hluta undir samkeppnislög. Ég er búin að setja þessi mál í ferli og ég stefni að því að vera tilbúin með tollkvótana allavega fyrir sumarið og fyrirkomulagið varðandi þá,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.Markmiðið að lækka vöruverð og auka vöruúrvalÍ september 2015 undirrituðu Ísland og ESB nýjan samning um tollkvóta á landbúnaðarvörum en hann mun að öllum líkindum ekki taka gildi fyrr en í mars/apríl á þessu ári. Með samningnum eykst mjög það magn sem flytja má inn af ýmsum landbúnaðarvörum, til að mynda fer kvótinn fyrir osta úr samtals 100 tonnum í 610 tonn eigi síðar en eftir fjögur ár. Félag atvinnurekenda hefur harðlega gagnrýnt fyrirkomulagið við úthlutun tollkvóta en kvótinn er nú boðinn upp oftar en einu sinni á ári. Að mati félagsins er þessi breyting ekki til hagsbóta fyrir neytendur þar sem líklegt er að hún stuðli að hækkun á verði innfluttra búvara. Þorgerður Katrín segir að varðandi endurskoðun á leiðum við úthlutun kvótanna þá blasi við að engin ein lausn sé skynsamlegust. „Þegar ég segi það þá er ég að tala út frá sjónarhóli neytenda. Við vinnum út frá því að reyna að finna þá lausn sem hentar neytandanum best og kemur sér sem best fyrir hann bæði með tilliti til lægra vöruverðs og auknu vöruúrvali.“Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. MS skaut málinu til áfrýjunarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði ekki brotið lög.Vísir/PjeturOf snemmt að segja til um hvort undanþágur frá samkeppnislögum verði afnumdar Hvað varðar undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum segir Þorgerður Katrín enn of snemmt að segja til um það hvort þær verði afnumdar að öllu leyti eða að hluta. Síðastliðið sumar sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína er fyrirtækið seldi keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið mun ódýrara. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Niðurstaðan varð sú að MS hefði ekki brotið lög og var sektin lækkuð um 440 milljónir króna. Aðrir hagsmunaaðilar komi að málinu Keppinautar MS gagnrýndu þessa niðurstöðu mjög, eins og gefur að skilja, og þá hyggst Samkeppniseftirlitið stefna MS fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu ti MS. Þorgerður segir að verið sé að fara yfir gögn er varða undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum samkvæmt búvörulögum en gögnin hafa meðal annars verið unnin á vegum þingsins og í ráðuneytinu. „Við munum skoða þetta vel og vinna þetta þannig að aðrir hagsmunaaðilar komi að þessu, neytendur, framleiðendur og verslunin. Aðalatriðið er að allir þeir sem koma að þessu máli átti sig á því að mitt markmið, bæði varðandi tollkvótann og samkeppnismálin, að niðurstaðan verði neytendum til góða,“ segir Þorgerður Katrín.
Búvörusamningar Tengdar fréttir KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00 „Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24 Samkeppniseftirlitið ætlar að höfða dómsmál gegn MS Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS. 25. nóvember 2016 16:13 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS "fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. 23. nóvember 2016 07:00
„Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Alþýðusamband Íslands segir það sjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði 3. desember 2016 09:24
Samkeppniseftirlitið ætlar að höfða dómsmál gegn MS Samkeppniseftirlitið hyggst stefna Mjólkursamsölunni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS. 25. nóvember 2016 16:13