Segjast ekki hafa gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Björt Ólafsdóttir Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. Björt Ólafsdóttir segir að ef hún og Óttarr Proppé taki að sér ráðherraembætti hafi flokkurinn á að skipa tveimur mjög öflugum konum. Þau Björt og Þorsteinn Víglundsson segja bæði að þeim lítist mjög vel á stjórnarsáttmálann sem var kynntur í gær. Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.Þorsteinn Víglundsson„Auðvitað eru þetta þrír flokkar sem eru að koma saman og stefnan í báðum þessum málaflokkum endurspeglar ákveðna málamiðlun. En það er samt sem áður verið að fara yfir málin í heild sinni. Það verður einfaldlega lagst yfir sjávarútvegsmálin. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða skrifuð í stjórnarsáttmála en það er líka alveg opið gagnvart þeim áherslum sem flokkarnir hafa verið með í þessum málum,“ segir hann. „Eins og gefur að skilja þá er verið að endurskoða hvað eigi að gera,“ segir Björt og Þorsteinn segir að hið sama eigi við um landbúnað. Guðlaugur Þór Þórðarson segir líka að sér líki vel við stjórnarsáttmálann. „Og það er ánægjulegt að sjá að allir flokkar telja sig eiga mikið í honum,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir mikið vera að gerast í alþjóðamálum. „Vonandi munum við sjá meiri fríverslun í heiminum eftir töluverða stöðnun hvað það varðar. En við þurfum sömuleiðis að huga að öryggis- og varnarmálum,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvort þingmenn flokksins, sem verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn, segi af sér þingmennsku. Björt Ólafsdóttir segir að ef hún og Óttarr Proppé taki að sér ráðherraembætti hafi flokkurinn á að skipa tveimur mjög öflugum konum. Þau Björt og Þorsteinn Víglundsson segja bæði að þeim lítist mjög vel á stjórnarsáttmálann sem var kynntur í gær. Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir þess efnis að Viðreisn og Björt framtíð hafi gefið eftir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.Þorsteinn Víglundsson„Auðvitað eru þetta þrír flokkar sem eru að koma saman og stefnan í báðum þessum málaflokkum endurspeglar ákveðna málamiðlun. En það er samt sem áður verið að fara yfir málin í heild sinni. Það verður einfaldlega lagst yfir sjávarútvegsmálin. Það er engin fyrirfram gefin niðurstaða skrifuð í stjórnarsáttmála en það er líka alveg opið gagnvart þeim áherslum sem flokkarnir hafa verið með í þessum málum,“ segir hann. „Eins og gefur að skilja þá er verið að endurskoða hvað eigi að gera,“ segir Björt og Þorsteinn segir að hið sama eigi við um landbúnað. Guðlaugur Þór Þórðarson segir líka að sér líki vel við stjórnarsáttmálann. „Og það er ánægjulegt að sjá að allir flokkar telja sig eiga mikið í honum,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir mikið vera að gerast í alþjóðamálum. „Vonandi munum við sjá meiri fríverslun í heiminum eftir töluverða stöðnun hvað það varðar. En við þurfum sömuleiðis að huga að öryggis- og varnarmálum,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira