Innlent

Björt vill kafa djúpt í loftslagsmálin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björt telur mikilvægi umhverfisráðuneytið mikilvægt fyrir Ísland.
Björt telur mikilvægi umhverfisráðuneytið mikilvægt fyrir Ísland. vísir/vilhelm
Fréttablaðið náði tali af þeim sem nú taka við ráðherraembætti og spurði þau sömu fimm spurninganna. Björt Ólafsdóttir er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra.

Hvert verður fyrsta verk þitt sem ráðherra?


Það verður að fara djúpt ofan í það hvernig við tökum á loftslagsmálunum.

Hvað gerði forveri þinn vel í starfi?

Ég er mjög ánægð með það hvernig hún hefur af röggsemi tekið á málaflokknum í heild. Ég hef fylgst með henni í þinginu þar sem maður sér að hún hefur kafað djúpt ofan í málin og aflað sér þekkingar, eins og í loftslagsmálum.

Hvað hefur forveri þinn gert sem þú ert óánægð með?

Ég get ekki nefnt það í fljótu bragði.

Hvaða verkefni verður fyrirferðarmest í þínu ráðuneyti á kjörtímabilinu?

Það verða loftslagsmálin og allt sem er þar undir.

Sóttist þú eftir þessu ráðuneyti?

Já, ég gerði það. Ég tel mikilvægi þess svo mikið fyrir Ísland að ég sóttist eftir því. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×