Verðandi forseti Alþingis segir þingmenn Suðurkjördæmis þurfa að láta til sín taka á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 12:02 Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir verðandi forseti Alþingis segir embættið alltaf vera krefjandi. Hún telji að fólk vilji meiri einingu í þinginu og að þingmenn vinni meira saman. Þá segist hún vona að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði öflugir á þingi þar sem enginn ráðherra komi úr því kjördæmi. Þegar Alþingi kemur saman hinn 24. janúar næst komandi munu stjórnarflokkarnir leggja til að Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verði kjörin forseti Alþingis. Leitun er orðin að þingmönnum með lengri reynslu en eitt kjörtímabil en um helmingur þingmanna nú hefur aldrei áður setið á Alþingi. Unnur Brá var fyrst kjörin á þing árið 2009 og hefur síðan þá verið ein af varaforsetum þingsins. Það leggst vel í hana að taka við embætti forseta Alþingis.Heldur þú í ljósi reynslunnar að það verði erfiðara að stjórna þinginu nú en áður þegar svo lítill munur er á fjölda þingmanna í stjórn og stjórnarandstöðu? „Ég held að embætti forseta sé alltaf krefjandi verkefni. Að sjálfsögðu verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst til með þessa samsetningu á þinginu að vinna saman,“ segir Unnur Brá. Stjórnarflokkarnir hafa þrjátíu og tvo þingmenn og stjórnarandstaðan þrjátíu og einn. Allt frá hruni í október 2008 hefur reynt á þá sem stjórna þinginu og ríkisstjórnum hefur reynst erfitt að koma umdeildum málum í gegn. Því hafa verið uppi kröfur um breytt vinnubrögð. „Já, ég hef mikla trú á því að menn vilji ná meiri einingu í þinginu og að fólk vilji vinna betur saman. Ég mun reyna að láta gott af mér leiða í þá áttina,“ segir Unnur Brá. Hún geri ráð fyrir að farið verði yfir þingsköpin eins og gert sé á hverju einasta kjörtímabili. „Ég þarf bara að heyra í fólki með það þegar þar að kemur; hvort ástæða sé til að fara í einhverjar meiriháttar breytingar eða lagfæringar á þingsköpunum,“ segir forsetinn verðandi. Fjórir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar koma úr Suðurvesturkjördæmi, kjördæmi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Aðrir fjórir koma úr Reykjavík, tveir úr Norðausturkjördæmi og einn úr Norðvesturkjördæmi. Suðurkjördæmi er því eina kjördæmið án ráðherra. Páll Magnússon fyrsti þingmaður kjördæmisins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýliðnum kosningum, hefur lýst mikilli óánægju með þá niðurstöðu. „Við í Suðurkjördæmi höfum auðvitað metnað fyrir því að vera með mann við ríkisstjórnarborðið. Það varð ekki niðurstaða formanns flokksins að þessu sinni. Við verðum þá einfaldlega að einhenda okkur í önnur verkefni og reyna að láta til okkar taka á öðrum sviðum. Það er þá þingið sem þar kemur til og ég vonast til að þingmenn úr Suðurkjördæmi verði öflugir í þinginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira