Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. janúar 2017 19:00 Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira