Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. janúar 2017 19:00 Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. Stúlkan sem lést hét Alma Þöll Ólafsdóttir og var átján ára gömul. Slysið átti sér stað norðan við afleggjarann að Bláa lóninu þegar stúlkan var á leið í skólann frá Grindavík. Tveir bílar lentu saman en í hinum bílnum voru tveir kínverskir ferðamenn, karl og kona á þrítugsaldri, á leið í Bláa lónið. Konan var flutt alvarlega slösuð á gjörgæslu en ekki fengust upplýsingar um líðan hennar í dag. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum en að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, lögreglufulltrúa, er rannsókn málsins í forgangi hjá lögreglu. Að svo stöddu er talið að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum. Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að bærinn hafi margoft og ítrekað óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera eitthvað. Við munum áfram af fullum þunga þrýsta á að úr verði bætt,“ segir Kristín María og bætur við að það sé mikill umferðaþungi á veginum og um hann fari gríðarlegur fjöldi ferðamanna á degi hverjum. „Ég er mjög óhress með viðbrögð Vegagerðarinnar í Fréttablaðinu í morgun. Mér finnst ekki eðlilegt að þessi vegur sé borin saman við annan veg sem hefur líka tekið fjölda mannslífa. Það er ömurlegt að þurfa að búa við þessa hræðslu og ótta að þurfa að fara þennan veg því óhjákvæmilega komumst við ekki hjá þér,“ segir Kristín María. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og íbúi í Grindavík, segir að vegurinn sé einn hættulegasti vegur landsins og vísar í úttekt Eurorap, evrópskrar öryggisúttektar á vegum, frá árinu 2016. Samkvæmt henni er vegurinn bæði á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. „Þá þurfum við að hugsa hvað það er sem orsakar það? Er það það að hann liggur í hrauni og hér er mikill raki í kring þannig að hann er hálli en aðrir vegir, og hann er í hrauni og er hann þá í ójafnvægi og þolir frostið verra? Niðurstaðan er bara sú að það verður að aðskilja akstursstefnur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur útskýrir að umferðin sem fer um veginn sé flókin. Hún saman standi af íbúum, mis vönum ferðamönnum, fólksflutningum, fiskflutningum og gangandi og hjólandi vegfarendum á leið í fjölmennasta ferðamannastað landsins. Þá hafi umferð um veginn aukist um 53 prósent á síðastliðnum fimm árum. Flaggað er í hálfa stöng víða í Grindavík í dag og er mikil sorg í bænum að sögn Kristínar og Vilhjálms. Þau segja að hugur bæjarbúa sé hjá nánustu aðstandendum stúlkunnar. Bænastund verður haldin í Grindavíkurkirkju klukkan átta í kvöld vegna andláts hennar.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira